Framkvæmdasjóður ferðamannastaða – opið fyrir umsóknir 2026
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur opnað fyrir umsóknir um styrki til framkvæmda fyrir árið 2026. Umsóknarfrestur er til kl. 13:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025, og skal sækja um rafrænt í gegnum island.is.
Sjóðurinn veitir styrki til framkvæmda á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.
Í úthlutun fyrir árið 2026 verður lögð sérstök áhersla á framkvæmdir sem stuðla að bættu öryggi ferðamanna, og eru umsækjendur hvattir til að kynna sér nýtt gæðamatsblað og eyðublaðið Áhættumat framkvæmda sem finna má á upplýsingasíðu sjóðsins.
Helstu verkefni sem sjóðurinn styrkir:
- Aðgerðir til að bæta öryggi ferðamanna
- Náttúruvernd, viðhald og uppbyggingu ferðamannastaða og -leiða
- Undirbúnings- og hönnunarvinnu vegna slíkra framkvæmda
Sjóðnum er ekki heimilt að:
- Bera rekstrarkostnað mannvirkja eða ferðamannastaða
- Fjármagna verkefni sem eru á landsáætlun um uppbyggingu innviða
- Veita styrki til verkefna sem þegar er lokið
Landeigendur, ferðaþjónustuaðilar og sveitarféölög á Reykjanesi eru hvattir til að kynna sér reglur og gæðaviðmið sjóðsins vel og nýta tækifærið til að sækja um styrk til verkefna sem stuðla að öryggi, vernd og sjálfbærri uppbyggingu ferðamannastaða á svæðinu.
Við vekjum jafnframt athygli á því að nú þarf að fylla úr áhættumat framkvæmda.
Umsóknartímabil: 7. október – 4. nóvember 2025 (kl. 13:00)
Upplýsingar: Nánari upplýsingar um umsóknarferlið
Sækja um: island.is – Framkvæmdasjóður ferðamannastaða