Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Grindvíkingar ræddu stöðu mála við ráðherra

Í gær fór fram fram fundur á Sjómannastofunni Vör með ferðamálaráðherra Lilju Dögg Alfreðsdóttur, þar sem rætt var um stöðu fyrirtækja í ferðaþjónustu í Grindavík vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Fjölmenni var á fundinum þar sem markmiðið var að ræða sameiginlega stöðu fyrirtækjanna í Grindavík og leggja mat á hugsanlegar stuðningsaðgerðir og næstu skref. Ráðherra og fyrirtækjaeigendur tóku til máls á fundinum og mynduðust góðar og gagnlegar umræður um stöðu mála.

Ráðherra fór víða um Reykjanes í gær þar sem hún heimsótti m.a. fyrirtæki og stofnanir ásamt því að sækja umræddan fund.

Sigurpáll og Halla frá fyrirtækinu Hjá Höllu komu á fundinn og lýstu stöðu sinni í rekstri.

Helga Árnadóttir frá Bláa Lóninu var á fundinum en ráðherra heimsótti einnig Bláa Lónið .

Fulltrúar bæjaryfirvalda svöruðu spurningum frá Grindvíkingum.