Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjölmenn Mannamót fagna tíu árum

Metfjöldi mætti á Mannamót í Kórnum í Kópavogi en viðburðurinn er sá fjölmennasti í íslenskri ferðaþjónustu. Rúmlega 1200 manns frá öllum landshlutum mættu í Kórinn, ýmist til að kynna starfsemi sína eða sem gestir. Reykjanes átti að vanda sína fulltrúa á Mannamótum en þar voru samankomnir reyndir aðilar í ferðaþjónustu og einnig þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna er árleg ferðakaupstefna sem haldin er af Markaðsstofum landshlutanna. Ráðstefnan er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Mannamót fagnaði tíu ára afmælisínu að þessu sinni en viðburðurinn hefur verið í sífelldum vexti allt frá upphafi.

Samhliða Mannamótum var haldin Ferðaþjónustuvikan en dagarnir 16. – 18. janúar voru helgaðir ferðaþjónustu. Þar var lögð áhersla á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustu og efla samstarf og fagmennsku í greininni með fróðlegri og skemmtilegri dagskrá undir merkjum Ferðaþjónustuvikunnar.

Aðstandendur Ferðaþjónustuvikunnar eru Markaðsstofur landshlutanna, Íslenski ferðaklasinn, Samtök ferðaþjónustunnar, Ferðamálastofa og Íslandsstofa.

Hér má sjá fyrirtæki frá Reykjanesi sem mættu á Mannamót: