Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Moss hlýtur Michelin stjörnu

Einstök upplifun að snæða á Moss á einu glæsilegasta hóteli landsins, The Retreat.
Einstök upplifun að snæða á Moss á einu glæsilegasta hóteli landsins, The Retreat.

Veitingastaðurinn Moss í Bláa Lóninu hefur hlotið hina eftirsóttu Michelin stjörnu. Þetta var kunngjört við hátíðlega athöfn í Turku í Finnlandi í vikunni. Þar með er Moss orðinn þriðji íslenski veitingastaðurinn sem hlýtur þessa æðstu nafnbót í veitingageiranum en Michelin-stjörnur eru einungis gefnar út til veitingastaða sem Michelin álítur þá allra bestu.

Moss hefur áður verið í flokki veitingastaða sem Michelin handbókin mælti sérstaklega með en hefur nú færst skör ofar og fengið sína fyrstu stjörnu.

Ein Michelin stjarna þýðir að staðurinn sé í háum gæðaflokki. Tvær stjörnur þýða að staðurinn sé í enn hærri gæðaflokki og þrjár stjörnur að veitingastaðurinn sé framúrskarandi.