Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nesvegur opnaður að Brimkatli

Brú milli. Heimsálfa, Reykjanesviti, Brimketill og Gunnuhver eru því opin ferðamönnum.

Allar helstu leiðir til Grindavíkur eru áfram lokaðar en Nesvegur (425) hefur þó verið opnaður frá Höfnum og að Reykjanesvirkjun. Brú milli heimsálfa, Reykjanesviti, Stampar, Brimketill og Gunnuhver eru því opnir ferðamönnum.

Svæðið er áfram undir eftirliti viðbragðsaðila og því gæti lokað með skömmum fyrirvara. Hægt er að fylgjast með uppfærslum á lokunum á vef vegagerðarinnar.

Allir staðir á norðurhluta skagans eru aðgengilegir og opnir, auk svæðisins austan Krísuvíkur.

Frekari upplýsingar vegna aðstæðna má finna á eftirfarandi vefsíðum:

  • Veðurstofan: Upplýsingar um jarðhræringar á svæðinu Information on the seismic activity in the Reykjanes region and development of events
  • Vegagerðin: Upplýsingar um aðstæður á vegum og lokanir
  • Almannavarnir: Sérstök upplýsingavefsíða fyrir íbúa og fyrirtæki á Reykanesi um undirbúning og viðbragð
  • Safetravel: Öryggisupplýsingar fyrir ferðamenn