Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný bók um Reykjanes - forpöntun

Verið er að vinna að nýrri glæsilegri ljósmyndabók um Reykjanesið.

Reykjanes jarðvangur og Markaðsstofa Reykjaness vinna nú að næstu útgáfu ljósmyndabókar um Reykjanesið. Fyrsta bókin seldist fljótlega upp á ensku og hefur eftirspurn eftir henni verið mikil, enda um einstaklega fallega og vandaða bók að ræða. Stefnt er að prentun bókarinnar á ensku í sumar og að hún verði tilbúin til sölu og afhendingar í september.

Verið er að kanna áhuga aðila með forpöntun bókarinnar. Þessi forpöntun er ekki bindandi en gefur okkur kleift að meta fjölda eintaka sem þarf að prenta. Ferðaþjónustuaðilar, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa kost á að óska eftir eintökum með því að fylla út meðfylgjandi könnun.  Ekki er um bindandi pöntun að ræða á þessu stigi.

Síðasti dagur könnunarinnar/forpöntunar er 10. júní 2024.

Frekari upplýsingar veitir Eyþór, ejs@visitreykjanes.is.

//

Reykjanes Geopark and Visit Reykjanes are working on the next version of Reykjanes's photo book: REYKJANES II.

The first edition was a hit and sold out. The plan is to print it this summer and be able to distribute it in September.

With this survey below, we want to explore interest and allow you to preorder copies. The preorder is not binding, but it will give us an idea of how many copies need to be printed.

The deadline for participating in this survey is June 10th 2024.

For further information, please contact Eyþór at ejs@visitreykjanes.is.