Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný kort eru komin úr prentun!

Gönguleiðir, fuglaskoðun og borðkort af Reykjanesi

Gönguleiðir, fuglaskoðun og borðkort af Reykjanesi

Þrenns konar kort af Reykjanesi hafa verið uppfærð og eru nú komin úr prentun og bíða þess að verða dreift til samstarfsaðila á svæðinu.

Starfsmenn Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes jarðvangs verða á ferðinni næstu daga og vikur við að heimsækja ferðaþjónustuaðila og dreifa kortunum, auk þess sem hægt verður að nálgast kortin á skrifstofu okkar að Skógarbraut 945, á Ásbrú.

Ef þú vilt fá kort til þín, sendu okkur línu á info@visitreykjanes.is og við höfum samband um hæl.