Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður á World Travel Market 2025

Markaðsstofa Reykjaness tók þátt í World Travel Market (WTM) í London dagana 4.–6. nóvember, einum stærsta og áhrifamesta vettvangi ferðaþjónustunnar á heimsvísu. Þar var Reykjanes kynnt sem heilsársáfangastaður með áherslu á sérstöðu svæðisins, nálægð við flugvöllinn, náttúrutengdar upplifanir og tækifæri sem tengjast almyrkvanum 2026.

Markaðsstofa Reykjaness tók þátt í World Travel Market (WTM) í London dagana 4.–6. nóvember, einum stærsta og áhrifamesta viðburði ferðaþjónustunnar á heimsvísu. Markmið þátttökunnar var að kynna Reykjanes sem heilsársáfangastað, styrkja tengsl við lykilaðila í ferðaþjónustu og skapa ný tækifæri til samstarfs og markaðssetningar á erlendum mörkuðum.

Á sýningunni átti fulltrúi Markaðsstofunnar fjölda funda með erlendum ferðaskrifstofum, endursöluaðilum og ferðaheildsölum sem sýndu mikinn áhuga á svæðinu. Umræður snéru meðal annars að vöruframboði yfir vetrartímann, sérstöðu svæðisins, afþreyingu, náttúrutengdum upplifunum og uppbyggingu sjálfbærra ferðaþjónustu á Reykjanesi.

Reykjanes vakti athygli með einstöku landslagi, nálægð við flugvöllinn, fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum allt árið og tengingu við almyrkva árið 2026 sem vekur mikla eftirspurn á alþjóðamarkaði.

Þátttakan styrkir stöðu svæðisins á erlendum mörkuðum, eykur sýnileika og tryggir að Reykjanes sé virkur þátttakandi í alþjóðlegu samtali um þróun ferðaþjónustu, sjálfbærni og nýsköpun.