Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Sterkir skjálftar við Svartsengi og starfsemi ferðaþjónustu þar lokað tímabundið

Í ljósi aukinnar skjálftavirkni við Svartsengi hafa ferðaþjónustufyrirtæki á svæðinu ákveðið að loka tímabundið eða til 16. nóvember.

Ferðaþjónustufyrirtæki sem starfa í Svartsengi við Grindavík hafa ákveðið að loka tímabundið vegna aukinar skjálftavirkni. Þetta á við veitingastaðina Lava, Max´s restaurant og Moss, hótelanna Nothern Light Inn, Silica hotel og Retreat, auk baðstaðsins Bláa lónsins, heilsulindar Reatreat og læknalindar við Silica Hotel. Lokað verður frá deginum í dag og til 16. nóvember, en þá verður lokunin endurskoðuð. 

Í framhaldi að þeirri ákvörðun hefur Norðurljósavegi (vegnúmer 462) við Svartsengi verið lokað fyrir almennri umferð. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tekið þá ákvörðun í ljósi jarðhræringa og minnkandi starfsemi á svæðinu. Veginum verður lokað annars vegar við gatnamót Grindavíkurvegar og hins vegar við Nesveg.

Lokun á Norðurljósavegi gerir það að verkum að gestir geta ekki heimsótt áningarstaði á þeirri leið eins og Eldvörp.