Fara í efni

Vorið kemur, heimur hlýnar

Vetrarfundur Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness verður haldinn föstudaginn 29. janúar kl. 9 – 10:30. Hlekkur til að ská sig á fundinn er í fréttinni.
Vetrarfundur Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness
Vetrarfundur Heklunnar og Markaðsstofu Reykjaness

Vetrarfundur Heklunnar, atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og Markaðsstofu Reykjaness verður haldinn föstudaginn 29. janúar kl. 9 – 10:30.

Á fundinum verður farið yfir horfur í atvinnumálum með hækkandi sól og staðan fyrir sumarið tekin. Farið verður yfir möguleika á uppbyggingu, bókunarstöðu og þær breytingar sem framundan eru hjá flugrekstraraðilum til þess að bregðast við breyttri stöðu á ferðamannamarkaði vegna covid.

Erindi halda Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia, Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair og Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Bláa Lónsins.

Fundarstjóri er Berglind Kristinsdóttir framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.

   

Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn á Teams en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 28. janúar n.k.

SKRÁ ÞÁTTTÖKU