Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðaþjónusta á tímum Covid-19 - Hagnýtar upplýsingar

Allar helstu upplýsingar um veiruna skæðu má nálgast á covid.is.
Allar helstu upplýsingar um veiruna skæðu má nálgast á covid.is.

Markaðsstofa Reykjaness vinnur nú hörðum höndum að því að greina aðstæður í ferðaþjónustu á Reykjanesi ásamt því að miðla upplýsingum til aðila sem margir hverjir eiga undir högg að sækja um þessar mundir. Send hefur verið út spurningakönnun til ferðaþjónustuaðila á svæðinu, þar sem tilgangurinn er að fylgjast með þróun í ferðaþjónustu á svæðinu í kjölfar brottfalls WOW air, COVID-19 faraldursins og hugsanlegs samdráttar í hagkerfinu.

Niðurstöður verða svo nýttar í aðgerðir sem nýtast aðilum sem best í komandi verkefnum. Ef þú ert í ferðaþjónustu og átt eftir að svara slíkri könnun, þá má nálgast hana hér.

Ferðafulltrúar sveitarfélaga á Reykjanesi eru nú í stöðugu sambandi við Markaðsstofuna þar sem farið er yfir stöðuna og hugsanlegar aðgerðir sem koma til greina. Markaðsátak bæði innan- og utanlands er einnig í burðarliðnum í samvinnu við Ferðamálastofu og Íslandsstofu.

Ferðaþjónustuaðilar geta svo nýtt sér eftirfarandi hagnýtar upplýsingar og aðgerðir á næstu misserum. Eins er hægt að hafa samband við Markaðsstofuna í póstinn: markadsstofa@visitreykjanes.is

  • Landlæknir og Almannavarnir hafa gefið út góðar leiðbeiningar fyrir aðila og halda úti upplýsingavefnum covid.is
    • Mikilvægt er að fylgja þeirra leiðbeiningum og upplýsingum
    • Gott ráð er að einn starfsmaður hafi það hlutverk að fara daglega inn á vefinn til að fylgjast með uppfærslum.
  • Íslenski ferðaklasinn og klasafélagar hafa tekið saman 10 ráð til umhugsunar fyrir stjórnendur fyrirtækja í ferðaþjónustu:
  1. Skilgreina lykilstarfsmenn innan fyrirtækisins og hafa verkaskiptingu milli starfsmanna skýra. Halda öllum starfsmönnum upplýstum og rólegum eins og kostur er.
  2. Greina mögulega áhættuþætti í rekstrinum, hvað verður hægt að vinna áfram komi til lokunar skrifstofu og hvernig þarf að forgangsraða. Ef kemur til þess að starfsmaður þarf að fara í sóttkví en getur unnið þarf að tryggja að hann hafi tól og tæki til þess.
  3. Tala við viðskiptavini sína og meta stöðuna með þeim. Reynið einsog kostur er að halda góðu viðskiptavinasambandi og takið langtíma sjónarmið fram yfir mögulegan skammtíma ávinning. Er mögulega hægt að breyta dagsetningum á flugi, ferðum, hótelbókunum í stað þess að afbóka allt strax? Leitið leiða til að leiðbeina viðskiptavinum ykkar eins og kostur er.
  4. Semja við starfsmenn um minna starfshlutfall sé þess kostur
  5. Gefa starfsmönnum færi á að nýta ótekið orlof til 1.maí
  6. Semja við starfsmenn um launalaust leyfi sé þess kostur
  7. Endurskoða innkaup og samræma við minna umfang í rekstri
  8. Endursemja við birgja og flutningsaðila
  9. Endurskoða lánasamninga og greiðslur lána, fá viðtal við tengilið í banka sem fyrst
  10. Fjárfestið í nýrri þekkingu og hæfni. Nýta tímann til endurmenntunar og fræðslu, endurmeta markhópa og vöruna/þjónustuna, greina tækifærin framundan og undirbúa sókn á verðmæta markaði. Ástandið tekur enda og þá verður mikilvægt að hafa nýtt þennan tíma sem allra best.
     
  • Ferðamálastofa hefur gefið út sérstakar leiðbeiningar til veitingastaða og hópferðabíla: http://bit.ly/3d6mU3x