Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný sýning opnar - 1238: Baráttan um Ísland

Sýningin 1238: Baráttan um Ísland hefur opnað gestasýningu í Víkingaheimum

Þann 15. júní síðastliðinn opnaði gestasýningin 1238: Baráttan um Ísland í Víkingaheimum í Reykjanesbæ. Á sýningu 1238 er sögð saga Sturlungaaldarinnar og gestum er boðið að beinlínis stíga inn í söguna og taka þátt í Örlygsstaðabardaga í sýndarveruleika.

Sýningin hefur hlotið afar góðar viðtökur og er frábær viðbót við hinar áhugaverðu og spennandi fastasýningar Víkingaheima. Á staðnum er einnig kaffihús og minjagripaverslun og óhætt er að mæla með heimsókn í Víkingaheima fyrir bæði heimafólk og gesti.

Sjá frekari upplýsingar um gestasýninguna hér.