Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Opnir íbúarfundir um ferðamál á Reykjanesi 2019

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark í samstarfi við sveitarfélögin á Suðurnesjum boða til opinna funda um ferðamál á Reykjanesi. 

Á fundunum verður staða ferðaþjónustunnar á Reykjanesi rædd og farið yfir þau verkefni sem eru framundan í þessari vaxandi atvinnugrein. Starfsemi Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark verður kynnt, sem og verkefni og stefnur sveitarfélaganna í ferðamálum. Að loknum stuttum kynningum verður opnað fyrir fyrirspurnir og almennar umræður.

Fundirnir verða sem hér segir:

VOGARÞriðjudaginn 19. febrúar kl. 20.00 í Álfagerði, Akurgerði 25

GRINDAVÍKMiðvikd. 20. febrúar kl. 17:15 í Kvikunni, Hafnargötu 12a

REYKJANESBÆR: Miðvikd. 20. febrúar kl. 20:00 í Bíósal Duus safnahúsa, Duusgötu 2-8

SUÐURNESJABÆR: Fimmtd. 21. Febrúar kl. 17.15 í Vörðunni Sandgerði, Miðnestorgi 3

Smella má á nöfn bæjarfélaga hér að ofan til þess að sjá viðburðina á Facebook.

Ætlunin er að ræða stöðu ferðaþjónustunnar á Reykjanesi sem og að skoða þau verkefni sem eru framundan í þessari vaxandi atvinnugrein. Fundirnir eru öllum opnir og eru íbúar sem ekki komast á fundi í sínum sveitarfélögum hvattir til að mæta á fundi á öðrum tíma í öðrum sveitarfélögum.