Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Reykjanes á radar - hvað næst?

Markaðsstofa Reykjaness boðar til vinnufundar um stefnumótun verkefna fyrir ferðamál svæðisins til næstu þriggja ára.

Boð á vinnustofu með ferðaþjónustunni á Reykjanesi

- áhersluverkefni áfangastaðaáætlunar 2021-2024

26. mars 2021 kl. 9.00-11.00
 
Markaðsstofa Reykjaness boðar til vinnufundar um stefnumótun verkefna fyrir ferðamál svæðisins til næstu þriggja ára. Allir aðilar sem tengjast ferðamálum á svæðinu eru hvattir til að mæta og hafa þannig áhrif á áherslur svæðisins í verkefnum og markaðssetningu áfangastaðarins.
 
Á meðan náttúran setur sig í stellingar og mótar nýtt land, þá setjum við okkur í stellingar og mótum tóninn saman til framtíðar.
 
Fundurinn verður haldinn í fjarfundi en mikilvægt er að skrá sig á fundinn hér. Hlekkur á fundinn verður svo sendur á skráða aðila.
 
Skráðu þig og taktu þátt í að móta framtíð áfangarstaðarins Reykjaness.

Bestu kveðjur,
Þuríður Aradóttir Braun
thura@visitreykjanes.is 
S: 899-3696