Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar

Nýlega kom út skýrsla um innflytjendur í ferðaþjónustu: Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar. Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði.

Nýlega kom út skýrsla um innflytjendur í ferðaþjónustu: Innflytjendur í ferðaþjónustu – drifkraftur vaxtar og hagsældar. Umbreytingar á íslenskum vinnumarkaði.

Rannsóknin

Rannsóknin er unnin af Mirru, fræðslu og rannsóknarsetri, en þar var farið í saumana á framlagi innflytjenda í ferðaþjónustunni sem í dag er stærsta og arðbærusta atvinnugrein landsins. Í skýrslunni er fjallað um vöxtinn í ferðaþjónustunni, helstu einkenni innflytjendalandsins Íslands, starfstengda fólksflutninga og landið sett í víðara alþjóðlegt samhengi. Fókus verksins er á etníska lagskiptingu á íslenskum vinnumarkaði og hvernig hún birtist í ferðaþjónustunni og þremur undirgreinum hennar: hótelum, bílaleigum og hópferðafyrirtækjum. Ennfremur er fjallað um ósýnileg störf sem tengjast greininni sem og skuggahliðar ferðaþjónustunnar. Rannsóknarskýrslan er stútfull af upplýsingum og vekur upp áleitnar spurningar, um ferðaþjónustuna, stöðu innflytjenda í dag og í framtíðinni og framtíðarþróun íslenks vinnumarkaðar og samfélags. 

Þess má geta að  fjallað er sérstaklega um áhrif ferðaþjónustunnar, á Leifstöð, Reykjanesbæ og nærsamfélög. 

Rannsóknin var unnin fyrir styrk frá Rannís og Þróunarsjóði innflytjendamála. 

Skoða heimasíðu Mirru