Fara í efni

Dagsferðir

Úrval dagsferða er nánast ótæmandi og þær geta verið hentugur kostur.

Skoðaðu hvað ferðaþjónustuaðilar á Reykjanesi geta gert fyrir þig.

Basecamp Iceland
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Icebike adventures
Komdu út að hjóla! Icebike Adventures eru leiðandi í uppbyggingu fjallahjólleiða á landinu. Við erum staðsett við kafifhúsið í Reykjadal. Hjólaleiga, kennsla og hjólaferðir eru okkar ástríða. Kíktu í heimsókn, við tökum vel á móti þér.  Icebike Adventures var stofnað af Magne Kvam sem hefur í áratugi staðið fyrir uppbyggingu stíga fyrir fjallahjólara og útivistarfólk. Hjólaleiðirnar í Ölfusdölum eru öllum opnar - endilega kíkið til okkar í Trailcenter og gefið stígagerðamönnum klapp á bakið. Framtíð fjallahjólreiða mótast af því hvernig þú hjólar - umgöngumst náttúruna af virðingu og hjólum innan stíga, alltaf. Lærum meira, hjólum meira og skemmtum okkur í leiðinni.  Ítarlegri upplýsingar hér: https://icebikeadventures.com og í síma 625 0200. 
Fjallhalla Adventures
Við erum ævintýra ferðaskipuleggjendur hérna í Reykholti í Biskupstungum, og bjóðum uppá dagsgöngur á fjöll og firðindi. Einnig skemmtilegar dagsferðir. Allir guidarnir eru lærðir gönguleiðsögumenn og reyndir bílstjórar. Erla hefur gengið uppá fjöll frá blautu barnsbeini og ákvað svo að gerast gönguleiðsögumaður. Hlakka til að fá ykkur með í gönguferðir um heimaslóðir mínar.  Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana. https://fjallhalla.com  
Northern Light Inn
Northern Light Inn er fjölskyldurekið hótel, heilsulind og veitingastður í nágrenni við Bláa lónið.  • Við bjóðum uppá 42 notaleg herbergi, 24/7 heiðarleika bar, öfluga nettengingu og gjaldfrjálsar ferðir í Bláa lónið.  • Á hótelinu er heilsulind með sánu, solarium, aurora floti, líkamsrækt og hressandi vellíðunarmeðferðum.  • Veitingastaðurinn Max’s býður uppá matseðil með hráefni úr héraði, Norræna sérrétti og úrvals vín.  Norðurljósin dansa yfir hótelinu frá september fram í apríl þegar aðstæður eru góðar. Frekari upplýsingar á þjónustu okkar má finna á miðlum okkar og með því að hafa beint samband. 
GeoCamp Iceland
GeoCamp Iceland er fræðslu- og ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í fræðslutengdum verkefnum og móttöku nemenda- og kennarahópa með áherslu á jarðvísindi, náttúruvísindi, umhverfismál, orkunýtingu og loftslagsbreytingar. GeoCamp Iceland leggur áherslu á virkt samstarf innlendra og erlendra fræðsluaðila við þróun fræðsluefnis, hönnun verkefna í náttúru Íslands fyrir nemendahópa og gerð handbóka fyrir útikennslu, með það að markmiði að efla mennta- og fræðslutengda ferðaþjónustu á Íslandi.
Vogasjóferðir
Vogasjóferðir er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónana Símonar og Sigrúnar, það var stofnað árið 2017, árið 2018 var gengið frá kaupunum á bátnum Særósu og er það stálbátur, Særós  er  nefnd eftir tveimur yngri barna okkar þeim Sævar og Rós. Við gerum út frá Keflavíkurhöfn og erum aðeins 7 mín frá Keflavíkurflugvelli og 45 mín frá miðbæ Reykjavíkur, Við bjóðum uppá Hvalaskoðun, sjóstöng,norðurljósaferð, útsýnisferð og ýmsar aðrar ferðir sem myndi henta fjölskyldum, vinnuhópum, vinnuferðum t.d. hópefli og óvissuferðir. Vinsamlegast hafðu samband við okkur um allar nánari upplýsingar og spurningar á vogasjoferdir@simnet.is  eða í síma 8339080 
DIVE.IS
DIVE.IS / Sportköfunarskóli Íslands var stofnaður árið 1997 til þess að kenna fólki að kafa og hefur haldið fjölmörg köfunarnámskeið í gegnum tíðina. Við byrjuðum fljótlega að fara með innlenda og erlenda kafara að kafa í Silfru, sem er einn af okkar uppáhalds köfunarstöðum nálægt Reykjavík. Tíminn leið og smám saman fóru kafararnir okkar að deila frábærri reynslu sinni af ferðum í Silfru þannig að hún varð heimsþekktur köfunarstaður. Við erum stolt af því að vera leiðtogar á okkar sviði á Íslandi og förum nú daglega margar köfunar- og snorklferðir á Silfru og aðra stórbrotna köfunarstaði. Okkar starfsfólk er með hæstu PADI köfunarréttindi og drifið áfram af ást og virðingu fyrir íslenskri náttúru, undirdjúpunum og hvert öðru. Við erum þar að auki 5 stjörnu PADI köfunarmiðstöð en PADI eru virt köfunarsamtök og gefa út flest köfunarréttindi í heiminum. Vinsælustu ferðir DIVE.IS eru snorkl og köfunarferðir í Silfru og Kleifarvatn. Við bjóðum einnig uppá fjölda köfunarnámskeiða og lengri köfunarferða á fjölbreytta köfunarstaði. Sjáðu ferðirnar okkar á Youtube  Snorkl ferðir Þú þarft engin réttindi eða reynslu til að snorkla enda flýturðu á yfirborðinu og nýtur útsýnisins. Við snorklum í þurrgalla og vatteruðum undirgalla sem heldur öllum hlýjum og þurrum meðan á snorklinu stendur. Snorkl hentar fyrir alla fjölskylduna (eldri en 12 ára sem kunna að synda). Snorkl í Silfru ferðin okkar var valin besta snorkl upplifun og fjórða besta upplifun í heimi á TripAdvisor árið 2019. Snorkl ævintýri í Silfru á Þingvöllum er ógleymanlega stund þar sem þú upplifir leyndardóma undir yfirborðinu í ótrúlega tæru vatni.  Snorkl í Kleifarvatni er allt öðruvísi en engri síðri upplifun. Við snorklum yfir köldum en bubblandi hver og loftbólurnar eru heillandi sýn, stundum líkt við að vera í kampavínsglasi. Mjög fáir eru á svæðinu þannig að tilfinningin er eins og að vera ein(n) með náttúrunni. Myndband af snorkli í Silfru  Snorkl í Kleifarvatni  Köfunarferðir Ef þú ert með köfunarréttindi geturðu komið í köfunarferðir út um allt með okkur. Við köfum í Silfru og á ýmsum stöðum um allt land. Köfun í Silfru er vinsælasta ferðin okkar enda státa ekki margir aðrir köfunarstaðir af jafnmiklu víðsýni og tæru vatni og Silfra.  Köfunarnámskeið Ef í þér býr kafari þá erum við hjá Dive.is Sportköfunarskóla Íslands með námskeiðin fyrir þig. Eftir námskeið hjá okkur færðu PADI réttindi sem þú getur notað hvar sem er í heiminum til lífstíðar. Flest stéttarfélög niðurgreiða námskeið hjá okkur. Láttu drauminn rætast og komdu að kafa með Dive.is. Víkingapakkinn er námskeiðið fyrir þig ef þú vilt kafa í Silfru. Þú færð byrjunarréttindi og þurrbúningaréttindi frá PADI og endar svo á því að kafa í Silfru.  Fyrir hópa Við erum með ýmsa skemmtilega möguleika fyrir hópinn þinn, hvort sem það er fjölskyldan, vinirnir, vinnufélagarnir, gæsa- eða steggjahópurinn.  Snorkl í Silfru er frábær upplifun fyrir hópa. Á Kleifarvatni getum við boðið upp á heildarpakka með snorkli, hellaferð í Leiðarenda og heimsókn í kúlurnar í Hafnarfirði að fræðast um norðurljósin. Hægt er að vera með grill og hafa það notalegt í hrauninu við kúlurnar.  Prufuköfun er svo frábær skemmtun fyrir hóp sem hefur áhuga að prófa að kafa. Við köfum í sundlaug og hópurinn fær að prófa búnaðinn og fræðast um líf kafarans.
Kynnisferðir - Reykjavik Excursions
Reykjavik Excursions – Kynnisferðir bjóða upp á daglegar áætlunarferðir inn á hálendið í Landmannalaugar og Þórsmörk, og einnig að Skógum. Hálendisrútan er tilvalin fyrir þá sem að vilja ganga Laugaveginn eða Fimmvörðuhálsinn eða að gera sér glaðan dag á þessum fallegu svæðum sem ekki eru á færi fólksbíla. Tímatöflur má finna á https://www.re.is/is/highland-bus/ Einnig býður Reykjavik Excursions upp á eitt stærsta úrval dagsferða á Íslandi og má þar nefna hinn heimsfræga gullhring, dagsferð um suðurströndina sem og Snæfellsnesið, að ógleymdum sætaferðum til og frá Bláa lóninu og Leifstöð. www.re.is
Guide to Iceland
Guide to Iceland er íslenskt markaðstorg sem sameinar yfir 1500 íslenska ferðaþjónustuaðila. Á heimasíðunni okkar finnur þú allar upplýsingar um ferðir, bílaleigur og afþreyingu sem henta þínum þörfum. Við búum yfir 9 ára reynslu og leggjum metnað í að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu og að upplifun viðskiptavina sé ætíð höfð í fyrirrúmi.   Guide to Iceland hefur hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Travel Agency frá World Travel Awards 4 ár í röð, frá 2018-2021. Guide to Iceland hefur einnig hlotið verðlaunin Iceland’s Leading Destination Management Company frá World Travel Awards 2 ár í röð, 2020 og 2021. 
Arctic Horses
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Hidden Iceland
Hidden Iceland er fjölskyldurekið ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í dagsferðum sem og pakkaferðum hér á landi. Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á persónusniðnar ferðir með litlum hópum, að hámarki 12 manns, um land allt. Í öllum ferðum Hidden Iceland fer reyndur leiðsögumaður með hópinn sem fræðir og skemmtir en umfram allt sér til þess að fyllsta öryggis sé gætt. Leiðsögumenn okkar hafa allir áralanga þjálfun, þekkingu á Íslandi, sögunni og jarðfræðinni. Við höfum hannað ferðirnar okkar þannig að við værum ekki bara spennt heldur stolt að taka fjölskyldu okkar og vini með í för til að upplifa töfra Íslands. ÁætlunarferðirHidden Iceland býður upp á úrval dags og pakkaferða frá Reykjavík. Hvort sem það er dagsferð um gullna hringinn í náttúruböðum og matarupplifun, tveggja daga ævintýraferð um suðurströndina endilanga með jöklagöngu á einum af stórkostlegu jöklunum innan Vatnajökulsþjóðgarðs eða fjögurra daga ferðalag um vestfirsku fjöllin og firðina. Sérferðir og ferðaskipulagningHidden Iceland býður einnig upp á sérferðir fyrir pör og hópa hvort sem að það eru dagsferðir frá Reykjavík eða lengri ferðir hringinn í kringum landið. Ferðirnar eru allar sérsniðnar að hverjum hóp fyrir sig, með eða án leiðsagnar, þar sem Hidden Iceland sér um að bóka gistingu, afþreyingu og samgöngur. Hvataferðir og fyrirtækjapakkarVið bjóðum upp á ýmsar spennandi hvataferðir og fyrirtækjapakka sem er sérsniðinn að þínum hóp. Tilvalið fyrir árshátíðarferðina, stórafmælið eða hópeflið. Hafið samband við Hidden Iceland og við setjum saman fullkomna ferð fyrir þinn hóp. Þá er ekkert annað að gera en að reima á sig gönguskónna og slást í för með okkur í næsta ævintýri! Við hlökkum til að fá ykkur með. Frekari upplýsingar má nálgast á www.hiddeniceland.is eða senda tölvupóst á info@hiddeniceland.is. 
Norðurflug
Norðurflug Helicopter Tours er leiðandi þjónustu fyrirtæki í þyrluflugi á Íslandi. Norðurflug státar sig af því að vera stærsta þyrlufélag landsins með fjórar þyrlur starfræktar allt árið um kring.  Þyrluflug er frábær leið til þess að upplifa og sjá alla þá nátturufegurð sem Ísland hefur upp á að bjóða. Gilin i Þórsmörk, litadýrðin i Landmannalaugum og jöklar landsins eru engum lík. Alveg frá því að tekið er á loft er þyrluflug einstök upplifun og gott tækifæri til þess að sjá landið frá öðru sjónarhorni en flestir eru vanir. Norðurflug býður upp á margar og fjölbreyttar ferðir, allt frá 27.900 krónum á mann en þær má allar sjá á heimasíðu okkar www.helicopter.is    Við erum með aðsetur austanmegin á Reykjavíkurflugvelli, á Nauthólsvegi 58d. Netfangið okkar er: info@helicopter.is og símanúmerið: 562-2500.
Fjórhjólaævintýri
Fjórhjólaævintýri ehf býður upp á fjórhjólaferðir í nágrenni Bláa Lónsins (Krýsuvík og Reykjanes) ferðirnar eru frá hálftíma upp í dagsferðir.  Viðbjóðum upp á bestu fjórhjól sem völ er á, vatnsheldan og hlýjan galla, hjálma og vetlinga. Við leggjum metnað í að ferðin verði skemmtileg, þægileg og í sátt og samlindsi við náttúru landsins. Raðaðu saman þínum pakka. Leitið tilboða í minni og stærri hópa info@atv4x4.is  Þetta eru bara hugmyndir,við getum bætt inn í og tekið út úr: Bláa lónið, Rúta, Saltfisksetur, Hellaskoðun, Hestaferðir, Hópeflisleikir, Matur, Paintball, Orkuverið Jörð, Sund, Hjólaferðir, Fundarsalir, dans, Mótorkross, Klifur, gisting o.s.frv.
Your Friend In Reykjavík
Your Friend In Reykjavik býður upp á gönguferðir & ökuleiðsögn í og út frá Reykjavík og og hefur verið starfandi frá árinu 2015.  Matar, Sögu, Huliðsheima og Bjór & Snafsgöngur eru vinsælustu göngurnar en einnig höfum við boðið hópum upp á sérsniðnar göngur eftir þörfum. Þar að auki er mikil aukning í prívat ökuleiðsögn fyrir fjölskyldur & litla hópa. Allt okkar leiðsögufólk hefur klárað leiðsögunám og / eða eru með mikla reynslu í því að fræða og skemmta okkar gestum. Yfir tvö þúsund fimm stjörnu dómar á síðum eins og Tripadvisor geta borið vitni um að við kunnum okkar fag. Við getum tekið að okkur hluta af hópefli, hvataferðum eða skemmtidagskrá fyrir starfsmenn fyrirtækja eða aðra hópa, allar okkar göngur eru í miðbæ Reykjavíkur og því auðveldlega hægt að sníða skemmtilega gönguferð að dagskránni hverju sinni. Frekari upplýsingar má nálgast á yourfriendinreykjavik.com eða með því að senda okkur tölvupóst á info@yourfriendinreykjavik.com  

Aðrir (53)

JM Þjónusta ehf. 864-0070
Pickup ehf. 780-5500
Troll Expeditions Fiskislóð 45G 101 Reykjavík 5195544
Tour Desk Lækjartorg 5 101 Reykjavík 5534321
Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
G spot Iceland Skipholt 50 105 Reykjavík 762-6201
Iceland Unlimited ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík 415-0600
Þín leið 105 Reykjavík 899-8588
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Hreyfill Taxi Tours Fellsmúli 26 108 Reykjavík 5885522
Travelling Iceland - Grænar Ferðir Hléskógar 8 109 Reykjavík 864-1336
Kristjáns Tours - Kristján Haraldsson Jakasel 9 109 Reykjavík 894-1107
Boreal Austurberg 20 111 Reykjavík 8646489
Hópferðir - Yes Travel Logafold 104 112 Reykjavík 577-7775
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Activity Iceland Koparslétta 9 116 Reykjavík 533-6003
Fjallabak Skólavörðustígur 12 121 Reykjavík 824-3072
Reykjavik Private Torus & Transfer Mýrargata 2 190 Vogar 616-2748
Arctic Exposure Skemmuvegur 12 (blá gata) 200 Kópavogur 617-4550
Season Tours Fífuhjalli 19 200 Kópavogur 8634592
Guðmundur Jónasson ehf. Vesturvör 34 200 Kópavogur 5205200
FishIceland.com Lundur 11, íbúð 503 200 Kópavogur 899-4247
Iceland explore Tours ehf. Lækjarhjalli 32 200 Kópavogur 699-4613
Arctic Advanced Rjúpnasalir 10 201 Kópavogur 777-9966
My Iceland Guide Dalvegur 18 201 Kópavogur 696-1196
Adventure Patrol sf. Flesjakór 13 203 Kópavogur 666-4700
Cool Travel Iceland Tröllakór 20 203 Kópavogur 5172665
This is Iceland Hvaleyrarbraut 24 220 Hafnarfjörður 8985689
Sleipnir Tours Iceland Stálhella 2 221 Hafnarfjörður 565-4647
Fara ehf. Framnesvegur 19c 230 Reykjanesbær 537-2018
Anglers.is – Veiðileyfavefur Hafnargata 27a 230 Reykjanesbær 897-3443
Best Travel ehf. Hringbraut 90 230 Reykjanesbær 892-5121
G SPOT ICELAND Hafnargata 44 230 Reykjanesbær 787-2727
Ice Top Tours Hringbraut 93 230 Reykjanesbær 690 3448
Mountain Explorer Iceland Suðurgata 46 230 Reykjanesbær 421-8879
Reykjanes Tours Hafnargata 39 230 Reykjanesbær 841-1448
Helga Ingimundardóttir - Sightseeing tours Heiðarhorn 9 230 Reykjanesbær 896 5598
Salty Tours Borgarhraun 1 240 Grindavík 820-5750
Hugsjón ehf. Ásvellir 1 240 Grindavík 6976699
Eldfjallaferðir Víkurbraut 2 240 Grindavík 426-8822
Oddný Kristrún Ásgeirsdóttir Holtsgata 48 245 Suðurnesjabær 868-1805
Taxi Iceland Vallargata 7 245 Suðurnesjabær 626-3636
Icelandtaxi.com Stekkjargötu 79 260 Reykjanesbær 892-0501
Airport Taxi Fitjabakki 1d 260 Reykjanesbær 420-1212
Traveller slf Eikardalur 3 260 Reykjanesbær 864-8128
Private Travel Hlíðarvegur 52 260 Reykjanesbær 898-5142
VIP Taxi Erlutjörn 5 260 Reykjanesbær 690-1335
Jónbjörn Breiðfjörð Edduson Smáratún 23 260 Reykjanesbær 690-2211
Olgeir Andrésson Skógarbraut 1105 260 Reykjanesbær 848-1186
Magical Sky Iceland Guðnýjarbraut 21 260 Reykjanesbær 895-6364
City Car Rental Bogatröð 1 262 Reykjanesbær 8214331
trippy travel iceland Skógarbraut 1111 262 Reykjanesbær 7650229