Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fuglaskoðun

Á Íslandi er fjölskrúðugt fuglalíf og tilvalið fyrir áhugafólk um fugla að kynna sér það nánar.

Hér fyrir neðan má sjá fyrirtæki sem taka að sér fuglaskoðunarferðir. 

Einnig höfum við sett saman síðu með öllum helstu fuglaskoðunarstöðum Reykjaness og upplýsingar um þá, hægt er að skoða hana með því að smella hér: Fuglaskoðunarstaðir

Þekkingarsetur Suðurnesja
Ef þú hefur áhuga á íslenskri náttúru og dýralífi, sjávardýrum, rannsóknum á sviði náttúrufræða og listum, þá er Þekkingarsetur Suðurnesja staður sem þú þarft að heimsækja! Þekkingarsetur Suðurnesja býður upp á þrjár áhugaverðar sýningar. Í náttúrusalnum er hægt að skoða og snerta yfir 70 uppstoppuð dýr úr íslenskri náttúru og sjá lifandi sjávardýr í sjóbúrum. Þar er auk þess eina uppstoppaða rostung landsins að finna. Gaman er að flétta fjöruferð á Garðskaga saman við heimsókn í Þekkingarsetrið. Lífverum er þá safnað í fjörunni og þær svo skoðaðar í víðsjám í setrinu. Í sögusalnum er hin glæsilega sýning Heimskautin heilla sem fjallar um líf og störf franska læknisins, vísindamannsins og heimskautafarans Jean-Baptiste Charcot. Rannsóknaskip hans, Pourquoi-Pas?, fórst við Íslandsstrendur árið 1936. Líkan af skipinu má sjá á sýningunni. Á neðri hæð Þekkingarsetursins er að finna lista- og fræðslusýninguna Huldir heimar hafsins – ljós þangálfanna. Um er að ræða einkar fallega og fróðlega sýningu þar sem vísindalegum fróðleik um mikilvægi hafsins og hættur sem að því steðja er fléttað saman við ævintýraheim þangálfanna. Leitast er við að vekja fólk til vitundar um þann undraheim sem hafið er, mikilvægi þess fyrir lífríki jarðarinnar og tengingu mannkynsins við náttúruna. Heimsókn í Þekkingarsetur Suðurnesja er tilvalin fyrir fjölskyldur og fróðleiksfúst fólk á öllum aldri. Taktu þátt í fjársjóðsleitinni okkar sem mun leiða þig áfram í spennandi ferðalag um nágrenni setursins í leit að dýrum, plöntum og sögufrægum stöðum. Finnir þú eitthvað spennandi er hægt að taka það með aftur í Þekkingarsetrið til frekari rannsókna.  Opnunartími: Sumar (1. maí – 31. ágúst):Mánudaga – föstudaga: 10:00 til 16:00Laugardaga og sunnudaga: 13:00 til 17:00  Vetur (1. september – 30. apríl):>Sýningar lokaðar. Sveigjanlegir opnunartímar í boði fyrir hópa (lágmark 20 manns) allt árið – pantið í síma 423-7555. Frekari upplýsingar má finna á vef Þekkingarseturins.

Aðrir (4)

Gray Line Iceland Klettagarðar 4 104 Reykjavík 540-1313
Iceland Untouched Meistaravellir 11 107 Reykjavík 696-0171
Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
Fjallabak Skólavörðustígur 12 121 Reykjavík 824-3072