Hjá höllu er veitingafyrirtæki sem starfrækir tvo veitingastaði, á Keflavíkurflugvelli og í Grindavík. Þar að auki bjóðum við upp á fyrirtækja- og veisluþjónustu.
Okkar áhersla er að bjóða upp á hollan og heimilislegan mat sem kætir alla bragðlauka, ásamt því að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu.
Á staðnum okkar í Grindavík erum við með matseðil sem breytist á vikufresti, svo fjölbreytnin er í fararbroddi. Á matseðlinum er margt í boði; ferskur fiskur frá Grindavíkurhöfn, súpa og brauð, vegan- og grænmetisréttir, salöt og samlokur, svo fátt sé nefnt.
Auðvitað er svo alltaf heitt á könnunni hjá okkur og úrval af gómsætum kökum á boðstólum fyrir þá sem vilja sætt með kaffinu. Á hverjum morgni bökum við brauð og útbúum ferska djúsa, bústa, jógúrt og fleira sem má finna í okkar fallega kæli – tilvalið að grípa með sér í ferðalagið.
Opnunartímar:
Virkir dagar: 8 – 17 (eldhúsið lokar 15)
Laugardagar: 11 – 17 (eldhúsið lokar 16:30)
Sunnudagar: Lokað
Hjá Höllu er reglulega með skemmtilega viðburði, eins og kvöldopnanir, pub quiz, bjórkvöld og fleira. Við hvetjum þig til að fylgja okkur á samfélagsmiðlum svo þú missir ekki af.