Aðgengi að Fagradalsfjalli opnað að nýju
Í gær morgun var tekin sú ákvörðun að opna að gönguleiðum í Fagradalsfjalli og voru lokunarpóstur á Suðurstrandarvegi því færðir frá afleggjaranum við Krýsuvík að bílastæðinu P1 við Festarfjall.
Með þessari færslu lokunarpósta er því aðgengi opið að nýju að m.a. Krýsuvikurbjargi, Húshólma, Selatöngum og gönguleiðum umhverfis eldsumbrotin í Fagradalsfjalli frá árinu 2021, 2022 og sumar 2023.
Hér má finna kort af gönguleiðum í Fagradalsfjalli.
Frá leið A er gott úrsýni að nýju gosstöðvunum. Það er ekki mælt með því að gestir gangi þaðan að Sundhnúksgýgum heldur njóti útsýnisins úr fjarlægð. Svæðið við Sundhnúksgýga er ennþá lokað almenningi, engir öruggir slóðar ligga að svæðinu, auk þess sem gjár og sprungur hafa myndast á svæðinu vegna umbrotanna sem hafa átt sér stað.