Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vestnorden 2020 frestað til 5.-7. október 2021

Skipuleggjendur Vestnorden, NATA - The North Atlantic Tourism Association, hafa sent frá sér tilkynningu um að Vestnorden ferðakaupstefnan sem halda átti á Reykjanesi 6.-8 október 2020 verði frestað til 5.-7. október 2021.
Mynd úr fréttatilkynningu NATA
Mynd úr fréttatilkynningu NATA

Skipuleggjendur Vestnorden, NATA - The North Atlantic Tourism Association, hafa sent frá sér tilkynningu um að Vestnorden ferðakaupstefnan sem halda átti á Reykjanesi 6.-8 október 2020 verði frestað til 5.-7. október 2021.
 
Í ljósi aðstæðna sem hafa skapast vegna Covid-19 og þeirrar óvissu sem fylgir er varða smitvarnir og ferðalög, þá var ekki annað í stöðunni en að aðlaga sig að því. Ferðakaupstefnunni hefur því verið frestað til næsta árs. 
 
Verið er að undirbúa stafrænan viðburð í stað kaupstefnunnar þann 7. október og verður hann kynntur betur síðar. 

Fréttatilkynningu NATA má nálgast hér (ens) og þau ykkar sem hafa áhuga á að frá frekari upplýsingar um stafræna viðburðinn er bent á að skrá sig á póstlista Vestnorden.

Við hlökkum til að taka á móti Vestnorden að ári!