Sýningar Byggðasafnsins eru þrjár.
- Í Gryfjunni er sýningin Hlustað á hafið, sem fjallar um árabátútgerð fyrri tíma og tengsl sjómanna við hafið og mikilvægi fiskveiða fyrir íbúa Reykjaness.
- Í Stofunni er 75 ára afmælissýning Kaupfélags Suðurnesja. Þar er sagt frá fólkinu hjá Kaupfélaginu og einnig farið yfir það helsta sem Kaupfélag Suðurnesja hefur komið að frá stofnun og til dagsins í dag.
- Á Miðloftinu er sýningin Fast þeir sóttu sjóinn, bátasafn Gríms Karlssonar.
- Síðan er uppi í risinu í Bryggjuhúsinu innsetning sem segir frá lífinu í gömlu torfbæjunum og einnig fornleifauppgreftinum í Vogi í Höfnum.
Stekkjarkot og Innri-Njarðvík: Húsin eru ekki opin að staðaldri. Hægt er að panta heimsókn hjá Byggðasafni Reykjanesbæjar.
Opnunartími: Daglega frá kl 12 - 17 allt árið