Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aukin skjálftavirkni á Reykjanesi

Skjálftavirkni á Reykjanesi hefur aukist að nýju. Vegna þessa vekjum við athygli á því að gestir fari varlega þegar ferðast er um svæðið, sérstaklega til fjalla og þegar gengið er undir hlíðum og eins kynni sér aðstæður áður en haldið er til útivistar á svæðinu.

Óvissustig Almannavarna vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum lýsir yfir óvissustigi Almannavarna vegna jarðskjálftahrinu á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrina hófst 25. október og er enn í gagni.

Íbúar eru hvattir til þess að huga að lausa- og innanstokksmunum sem geta fallið við jarðskjálfta og huga sérstaklega að því að ekki geti fallið lausamunir á fólk í svefni.
Fyrir gesti sem hafa hug á að heimsækja svæðið, þá er vakin athygli á því að grjóthrun og skriður geti farið af stað í brattlendi og því er gott að sýna aðgát í fjallgöngum og við brattar hlíðar.
 
Óvissustig Almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi Almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Á óvissustigi fara viðbragðsaðilar og stofnanir yfir áætlanir sínar og viðbúnað.
 
Vel er fylgst með skjálftavirkni á svæðinu og breytingum á landslaginu og verða gefin út tilmæli og upplýsingar ef einhverjar breytingar verða á aðstæðum. 
 
Við undirbúning ferða á Reykjanesið og í upplýsingagjöf til gesta, þá má fylgjast með upplýsingum frá m.a.: