Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Eldgosahlé við Sundhnúksgíga og opnað fyrir gönguleiðir á Fagradalsfjalli

Uppfært 23. desember. Gönguleiðir á Fagradalsfjalli opnaðar.
Mynd: Gos við Sundhnúkagíga 19. desember, ljósmyndari Ísleifur Elí
Mynd: Gos við Sundhnúkagíga 19. desember, ljósmyndari Ísleifur Elí

Uppfært 23. desember. Engin merki um gos við Sundhnúksgíga.

Veðurstofan fylgist vel með þróun eldgossins og við eftirlit 21. desember sáust engin merki um gos í gígum við þær gossprungur sem hafa verið virkar. Ekki er útilokað að hraun renni enn í lokuðum rásum. Ekki er hægt að segja til með framhaldið með vissu, en vísindamenn Veðurstofunnar eru sífellt að meta nýjustu gögn og áfram er fylgst náið með svæðinu.

Lokað er inn til Grindavíkur, að gossvæðununum við Sundhnúksgíga og gossvæðinu við Fagradalsfjall

Opnað hefur verið fyrir aðgengi íbúa til Grindavíkur og framleiðslufyrirtækja, en almennt aðgengi fyrir gesti að svæðinu lokað. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum uppfærir reglulega upplýsingar um aðgengi og tilkynnir um breytingar á opnun á svæðinu. Lokunarpóstar eru við Grindvíkurveg, Brimketil og á Suðurstrandarvegi við aflegjarann að bílastæði 2 við Fagradalsfjall. Gönguleiðir við gosstöðvarnar á Fagradalsfjalli eru opnar.

Sérstök athygli er vakin á því:

  • að viðvera björgunarsveita er í lágmarki og mikilvægt að hlýta tilmælum. 
  • að vetraraðstæður eru á Fagradalsfjalli, snjór og ís getur verið á gönguleiðum.
  • að nauðsynlegt er að athuga veðurspá á svæðinu og eins opnun vega áður en haldið er af stað.
  • að klæða sig vel fyrir göngu. 
  • að ekki er hægt að ganga að nýja gossvæðinu frá gönguleiðum á Fagradalsfjalli. Nýja gossvæðið við Súndhnúksgíga er lokað fyrir umferð. Engar merktar gönguleiðir liggja á milli Fagradalsfjalls og Sundhnúksgíga. Svæðið er gróft og illfært til göngu, auk þess sem snjór liggur yfir leyndum hættum. 

Þó svo að eldgos séu stórkostlegt sjónarspil, þá eru þau hættulegur atburður í náttúrunni og nauðsynlegt að vegfarendur og gestir sýni ábyrgð, fari um svæðið með varkárni og fylgi fyrirmælum yfirvalda um lokanir og viðbragð.

Mikilvægt er að hafa í huga að:

  • Öruggast er að horfa á gosið í vefmyndavélum t.d. á ruv.is og mbl.is á meðan verið er að meta aðstæður, en einnig má horfa á það frá útsýnisstöðum t.d. frá Reykjanesbæ eða Vogunum. Ekki er opið að gosstöðvunum og því ekki hægt að ganga að þeim.
  • Reykjanesbraut er opin fyrir umferð en ekki er ráðlegt fyrir vegfarendur að leggja bílum á vegaxlir. Mikilvægt er að kynna sér aðstæður á vegum og vegalokanir á vef Vegagerðarinnar.
  • Eldgosið hefur ekki áhrif á flug og er því flug til og frá Keflavíkurflugvelli á áætlun.

Hlekkir á ítarefni og frekari upplýsingar:

  • Veðurstofan: Veðurstofan fylgist vel með þróun mála og uppfærir reglulega vefinn hjá sér með upplýsingum um gosið.
  • Utanríkisráðuneytið: Á vef Utanríkisráðuneytisins er að finna algengar spurningar sem gestir hafa verið að spyra að og svör við þeim.
  • Vegagerðin: Mikilvægt er að fylgjast vel með lokunum og færð á vegum við þessar aðstæður, því þær geta breyst með litlum fyrirvara.
  • Safetravel: Safetravel birtir upplýsingar um öryggi fyrir ferðamenn
  • Rúv.is: Rúv flytur uppfærðar fréttir af eldgosinu og einnig á ensku
  • Visit Reykjanes: Við birtum á þessari vefsíðu ítarlegri upplýsingar um aðsæður inn á svæðinu, hvar er opið og hvernig æskilegt sé að fara um svæðið.