Móttaka skemmtiferðaskipa í Keflavíkurhöfn - fundur og vinnustofa
Reykjaneshafnir, í samstarfi við Reykjanesbæ og Markaðsstofu Reykjaness, býður til fundar um móttöku skemmtiferðaskipa í Keflavíkurhöfn, fimmtudaginn 26. júní kl. 14.00 á Hótel Keflavík.
24.06.2025
Móttaka skemmtiferðaskipa í Keflavíkurhöfn - fundur og vinnustofa á Hótel Keflavík, fimmtudaginn 26. júní kl. 14.00-15.30.
Reykjaneshafnir, í samstarfi við Reykjanesbæ og Markaðsstofu Reykjaness, býður til fundar um móttöku skemmtiferðaskipa í Keflavíkurhöfn, fimmtudaginn 26. júní kl. 14.00 á Hótel Keflavík.
Á fundinum verður farið yfir þær skipakomur sem hafa verið og væntanlegar skipakomur, kynning á vinnu við markaðssetningu á höfninni og vinnustofa um vöruþróun og markaðssetningu á þjónustu í boði fyrir gesti skipanna.
Dagskrá:
- Skipakomur í Keflavíkurhöfn - Halldór Karl Hermannsson, Sviðsstjóri atvinnu- og hafnamála í Reykjanesbæ
- Markaðssetning og þróun Keflavíkurhafnar - Ludwig Böss og Linus Mattson, Nordic Port Group
- Vinnustofa um vöruþróun og markaðssetningu þjónustu fyrir gesti og áhafnir skemmtiferðaskipa
Allir sem hafa áhuga á að kynna sér komu skemmtiferðaskipa til Reykjanesbæjar og möguleika fyrir hvers konar sölu- og viðskipti tengt komum skipanna eru hvattir til að mæta á fundinn.
Skráðu þína þátttöku hér.