Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Nesvegur nú opinn - Lokunarpóstur við Brimketil

Suðurstrandavegur einnig opinn að Festarfjalli og Bláa Lónið einnig opið.
Nesvegur er opinn en þar er aðgengi að mörgum helstu ferðamannastöðum á Reykjanesi.
Nesvegur er opinn en þar er aðgengi að mörgum helstu ferðamannastöðum á Reykjanesi.

Opnað hefur verið fyrir umferð um Nesveg (425) alla leið að Brimkatli en vegurinn hefur verið lokaður að undanförnu sökum jarðhræringa í og við Grindavík. Grindavíkurvegur (43)  er opinn að Bláalónsveg og eins er Suðurstrandavegur (427) opinn alla leið að Festarfjalli.

Lokunarpóstar rauðmerktir með gulum kross.

Vinsælir áningastaðir á Reykjanesi, Brú milli heimsálfa, Reykjanesviti, Stampar, Brimketill og Gunnuhver eru því opnir ferðamönnum. Eins eru staðir austan Grindavíkur aðgengilegir: Fagradalsfjall, Krýsuvíkurberg, Kleifarvatn, Seltún m.a. Bláa Lónið hefur einnig opnað á ný.

Svæðið er áfram undir eftirliti viðbragðsaðila og því gæti lokað með skömmum fyrirvara. Hægt er að fylgjast með uppfærslum á lokunum á vef vegagerðarinnar.

Allir staðir á norðurhluta skagans eru aðgengilegir og opnir, auk svæðisins austan Krísuvíkur.

Frekari upplýsingar vegna aðstæðna má finna á eftirfarandi vefsíðum:

  • Veðurstofan: Upplýsingar um jarðhræringar á svæðinu Information on the seismic activity in the Reykjanes region and development of events
  • Vegagerðin: Upplýsingar um aðstæður á vegum og lokanir
  • Almannavarnir: Sérstök upplýsingavefsíða fyrir íbúa og fyrirtæki á Reykanesi um undirbúning og viðbragð
  • Safetravel: Öryggisupplýsingar fyrir ferðamenn