Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Lava Hostel

- Gistiheimili

Lava Hostel er staðsett í skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Lava Hostel býður upp á gistingu á góðu verði í fallegu umhverfi Víðistaðatúns þar sem tveir heimar mætast, álfheimar og borgarlífið. Herbergin eru frá tveggja manna og upp í átta manna auk svefnpokaplássa í sal fyrir stærri hópa. Gestir hafa aðgang að þráðlausu Interneti, þvottaaðstöðu, vel útbúnu eldhúsi og borðstofu. Í húsinu er huggulegur veislusalur sem leigður er út fyrir viðburði. Öll nauðsynleg þjónusta er á næsta leiti og náttúran handan við hornið.

Ef þú ert að leita að fjölskylduvænu tjaldsvæði nálægt Reykjavík þá er tjaldsvæðið í Hafnarfirði rétti staðurinn. Hafnarfjörður er þriðji stærsti bær Íslands með um 30.000 íbúa. Bærinn er oft kallaður bærinn í hrauninu enda er hraun allsráðandi. Einnig er Hafnarfjörður með marga íbúa huldufólks. Keyrt er inn á Víðistaðatún eftir gangstíg við hlið Lava Hostel/ skátaheimilisins.

Tjaldsvæðið er opið frá 15 Maí til 15 September. 

Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Rólegt, hlýlegt og fjölskylduvænt umhverfi með nægu plássi fyrir börnin til að leika sér. Stutt í alla þjónustu og miðbæ Hafnarfjarðar.

Heitt og kalt vatn, sturtur, þvottavél, Wi-Fi og salerni við tjaldsvæðið. Einnig eru þar útivaskar til uppvasks og rafmagn á svæðinu.

Tjaldsvæðið er rekið af skátafélaginu Hraunbúum og rennur ágóði þess í uppbyggingu á skátastarfinu.

Aðilar undir 18 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamanni.

Allir bílar þurfa að vera lagðir upp á bílastæði, ef þið eruð ekki að sofa í þeim.

Aðeins einn húsbíll eða vagn í hvert stæði.

Við bjóðum ekki upp á langtímastæði, hámarksdvöl eru 7 dagar í einu.

Það er hægt að nota rafmagn á svæði C með langri snúru, tenglanir eru hinum megin við aksturveginn á svæði B.

Öryggismyndavélar vakta innganginn á tjaldsvæðinu.

Hvernig kemst ég inn á tjaldsvæðið?

Það er frítt Þráðlaust net hjá hliðinu.

1) Bókaðu stæði í gegnum Parka. (smelltu á "Bóka Núna")

2) Hliðið er með bílnúmera skanna og á að opnast sjálfkrafa.

Ef það gerist ekki þá skaltu fylgja þessum skrefum:

1) Opnaðu kvittunina sem þú fékkst í gegnum tölvupóstinn.*

2) Smelltu á "skrá mig inn á svæðið" og þaðan getur þú leiðrétt bílnúmerið eða bætt við númer, eftir það á hliðið að geta opnað sjálfkrafa með því að skanna bílnúmerið.

3) Ef það virkar ekki Smelltu þá á "opna hlið".

*Þú færð tölvupóst ef bókunin gekk í gegn (gáðu í ruslpóstinn), þú færð 2 tölvupósta.

Lava hostel og Tjaldsvæðið á Víðistaðatúni er rekið af Skátafélaginu Hraunbúum í Hafnarfirði.

Lava Hostel

Lava Hostel

Lava Hostel er staðsett í skátaheimili Hraunbúa í Hafnarfirði í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Lava Hostel býður upp á gistingu á góðu verði í fallegu u
KúKú Campers

KúKú Campers

Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.
Iceland Moments

Iceland Moments

Aðrir (11)

BT Travel Lyngás 1 210 Garðabær 760-8000
Icecube Tours Lyngás 11 210 Garðabær 784-0027
Icelandic Guides Lyngmóar 7 210 Garðabær 896-6288
Atlantsolía Sjálfsafgreiðslustöðvar / Network of self service stations 220 Hafnarfjörður 591-3100
Domino’s Pizza Flatahraun 13 220 Hafnarfjörður 581-2345
Easy Transfer Ísland Hjallabraut 2 220 Hafnarfjörður 789-8575
Traveo ehf. Álfaskeið 40 220 Hafnarfjörður 497-0800
Tulip Fun Tours Skipalón 21 220 Hafnarfjörður 833-3722
Tófa Travel Suðurgata 38 220 Hafnarfjörður 664-5551
Deluxe Iceland Steinhella 17a 221 Hafnarfjörður 490-6006
Vellir Sportbar Tjarnarvellir 3 221 Hafnarfjörður 660-4915