Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Ferðaþjónustukönnun

Hvað segja aðilar í ferðaþjónustu um stöðu mála og horfur?

Ágæti ferðaþjónustuaðili

Í fyrra stóðu Deloitte og Markaðsstofur landshlutanna fyrir könnun þar sem ferðaþjónustuaðilar í öllum landshlutum voru spurðir álits um stöðu greinarinnar og horfur. Tilgangurinn var að draga fram viðhorf ferðaþjónustuaðila í öllum landshlutum, en það var mat Deloitte og Markaðsstofanna að of lítið hafði verið gert af því í allri umræðu um greinina.

Niðurstöður könnunarinnar voru birtar á árlegum haustfundi Markaðsstofanna í september síðastliðnum. Líkt og nefnt var í fyrra þá er ætlunin að framkvæma þessa könnun árlega, en könnunin nú í ár er jafnframt gerð í samstarfi við Ferðamálastofu, sem stóð fyrir sambærilegri könnun snemma árs 2016. Nú hafa þessar tvær kannanir verið sameinaðar í eina.

Umræðan um stöðu ferðaþjónustunnar og horfur hefur sjaldan verið jafn áberandi og nú. Það er því afar mikilvægt að fá fram viðhorf ykkar, þeirra sem standa í rekstri ferðaþjónustufyrirtækja dag frá degi, til að ákvarðanataka sem varðar greinina verði upplýstari og þar með líklegri til að efla greinina til lengri tíma.

Könnunin var send út í síðustu viku og þætti okkur hjá Deloitte, Markaðsstofunum og Ferðamálastofu afar vænt um ef þú hefðir tök á að svara könnuninni, sem ætti ekki að taka meira en 10 mínútur. Rétt er að nefna að ekki er unnt að rekja einstaka svör til tiltekinna þátttakenda. Ef þú hefur nú þegar svarað henni þá þökkum við þér kærlega fyrir það.

Ef einhverjar spurningar vakna vinsamlegast hafið samband við Björn Inga Victorsson, sviðsstjóra hjá Deloitte á bjorn.victorsson@deloitte.is, Arnheiði Jóhannsdóttur, framkvæmdastjóra Markaðsstofu Norðurlands á arnheidur@nordurland.is eða Ólöfu Ýrr Atladóttur eða á olof@ferdamalastofa.is.

Athugið:

  • Heimilt er að áframsenda könnunina á aðra rekstraraðila ferðaþjónustufyrirtækja.
  • Könnunin er nafnlaus og órekjanleg.
  • Aðeins er hægt að svara þessari könnun einu sinni, eftir að þú ýtir á "svara könnun" takkann verður ekki hægt að breyta svörum eða svara aftur.
  • Gætið þess að ýta ekki á Enter takkann - það svarar könnuninni og eftir það er ekki hægt að svara aftur.
  • Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á næstu vikum.

Smelltu á tengilinn hér að neðan til að taka þátt í könnuninni:

http://konnudur.is/survey.aspx?password=aQglX3Mjre


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík