Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Fréttabréf Reykjanes Geopark og Markaðsstofu Reykjaness komið út

Góðar sögur - Fréttabréf Reykjanes Geopark og Markaðsstofu Reykjaness er komið út í fyrsta sinn. Fréttabréfinu verður dreift á Suðurnesjum í vikunni en þeir sem vilja taka forskot á sæluna geta nálgast fréttabréfið rafrænt hér.

Meðal efnis er dagskrá Útivistar í Reykjanes Geopark sumarið 2018 og Geopark-viku í Reykjanes Geopark, umfjöllun um Áfangastaðaáætlun Reykjaness, sagt frá vel sóttum íbúafundum fyrr í vetur, helstu framkvæmdum við áningarstaði í sumar auk þess sem fréttabréfinu fylgir Ruslabingó sem er tilvalið í plokkið. 

Hér má nálgast fréttabréfið í pdf útgáfu.


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík