Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu - hvar á að byrja?

Námskeið fyrir frumkvöðla með hugmynd á fyrstu stigum í ferðaþjónustu - ATH. Skráningarhlekkur hefur verið uppfærður!
Námskeið fyrir frumkvöðla með hugmynd á fyrstu stigum í ferðaþjónustu í tveimur hlutum:
30. nóvember - Nýsköpunarakademían í Keili
6. desember - Gróska í Reykjavík
Kl 9:00-12:00

Einnig verður í boði að taka þátt í gegnum Zoom.

Ertu með hugmynd að nýrri tæknilausn eða afþreyingu í ferðaþjónustu og vilt taka fyrstu skrefin við að gera hana að veruleika? Námskeiðið Frumkvöðlar í ferðaþjónustu - hvar á að byrja er sérsniðið að þeim sem vilja þróa viðskiptatækifæri og stofna fyrirtæki í ferðaþjónustu. Farið verður yfir fyrstu skrefin í mótun og þróun nýrra hugmynda ásamt áætlanagerð, fjármögnun og kynningum. Námskeiðið er í tveimur hlutum og taka þátttakendur virkan þátt í gegnum umræður og stutt verkefni meðan á námskeiðinu stendur ásamt því að vinna heimaverkefni fyrir seinni hluta námskeiðsins.
 
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á nýsköpun í ferðaþjónustu, eru á fyrstu skrefunum með viðskiptahugmynd eða vilja skerpa á nýstofnaðri starfsemi. Í boði eru 30 sæti á námskeiðið og fyrstu kemur fyrstur fær sér að kostnaðarlausu. Skráning hér
 
Námskeiðinu stýrir Svava Björk Ólafsdóttir stofnandi RATA og Hacking Hekla en hún hefur yfir 8 ára reynslu úr stuðningsumhverfi frumkvöðla m.a í kennslu í nýsköpun og frumkvöðlafræðum á háskólastigi, þróun og framkvæmd vinnustofa, hraðla (t.d. Startup Tourism & Vaxtarrými), lausnamóta og annarra verkefna innan nýsköpunarsamfélagsins hér á landi.
 
Námskeiðið er haldið á vegum Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar í samstarfi við Hekluna atvinnuþróunarfélag Suðurnesja og frumkvöðlasetrið Eldey.
Stofnaðilar Nýsköpunarakademíu ferðaþjónustunnar eru Keilir, Markaðsstofa Reykjaness og Íslenski ferðaklasinn.