Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Gagnvirkir fræðslustígar: Langar þig að mynda gönguleiðir á Reykjanesinu í sumar?

Reykjanes Geopark, Markaðsstofa Reykjaness og GeoCamp Iceland standa að sameiginlegu verkefni ásamt Google sem miðar að því að kortleggja og mynda göngustíga á Reykjanesi með 360° myndavél.

Reykjanes Geopark, Markaðsstofa Reykjaness og GeoCamp Iceland standa að sameiginlegu verkefni ásamt Google sem miðar að því að kortleggja og mynda göngustíga á Reykjanesi með 360° myndavél. Verkefnið er styrkt af Uppbyggingarsjóði Suðurnesja og nefnist „Gagnvirkir fræðslustígar á Reykjanesi: Google Maps í menntun fræðslu og markaðssetningu“. 

Eitt af megin markmiðum verkefnisins að færa náttúru og landslag Reykjaness nær íbúum og gestum svæðisins með myndrænum hætti og þannig hvetja þá til útivistar. Ávinningur af verkefninu er margþættur og tengist allt frá hönnun og þróun fræðsluefnis sem nýtist jafnt nemendum á svæðinu sem og aðilum í fræðslutengdri ferðaþjónustu yfir í einstakt tækifæri til að markaðssetja Reykjanes sem áhugavert og eftirsóknavert útivistarsvæði fyrir jafnt innlenda sem erlenda ferðamenn. 

Mikið er af öflugu göngufólki á Reykjanesi og leitar verkefnið eftir áhugasömum aðilum til að ganga og mynda gönguleiðir nú í sumar. Hægt er að velja mismunandi gönguleiðir á heimasíðu Reykjanes Geopark og þá leið sem hentar hverjum og einum.

Göngufólk fær allan nauðsynlegan búnað leiðbeiningar og tæki til upptöku hjá Reykjanes Geopark. Nánari upplýsingar og skráning á: www.reykjanesgeopark.is/is/um-okkur/samstarfsverkefni/fraedslustigar

Merki Reykjanes Geopark   Merki Markaðsstofu Reykjaness    Merki Geocamp Iceland