Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Mannamót markaðsstofanna 2016

Mannamót markaðsstofa landshlutanna verður haldið 21. janúar 2016 í Flugskýli Ernis í Reykjavík.

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 21. janúar 2016, kl. 12:00 - 17:00 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli.

Mannamót markaðsstofanna er hugsað sem kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á Höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda og efla tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku.

Um 180 fyrirtæki tóku þátt í Mannamóti 2015 og stefnir allt í met þátttöku á næsta ári. 

Ferðaþjónustufyrirtæki á Reykjanesi eru hvött til þátttöku.

Reykjanesið hefur fengið mikla og verðskuldaða athygli á síðustu árum og fyrir séð að aukning verði á fjölda ferðamanna inn á svæðið, ekki síst í ljósi aukinnar vöruþróunar hjá fyrirtækjum og vottunar Reykjanes Global UNESCO Geopark. 

Skráning og gjald

Skrá sýnanda
Þátttökugjald fyrir hvert fyrirtæki er kr. 12.500. Einungis samstarfsfyrirtæki markaðsstofanna geta tekið þátt sem sýnendur í Mannamóti 2016.

Skrá gest
Óskað er eftir að gestir skrái sig á Mannamót og er það þeim að kosnaðarlausu. 

ATH. Skráningu lýkur 15. janúar 2016. 

Frekari upplýsingar og skráningu er hægt að finna inn á vefsíðu Markaðsstofa landshlutanna www.markadsstofur.is en einnig er hægt að hafa samband við Þuríði Aradóttur Braun, thura@visitreykjanes.is eða í síma 899 3696.