Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Met mæting á Mannamót 2018

Met mæting á Mannamót 2018
Jakob Sigurðsson hjá 4x4 Adventures

Þann 18. janúar síðasliðin fóru fram Mannamót í flugskýli Ernis í Reykjavík. Mannamót eru samvinnuverkefni sem er skipulagt af Markaðsstofum landshlutana en á sýninguna í ár komu rúmlega 200 ferðaþjónustufyrirtæki að kynna sína starfsemi. Þetta voru fimmtu Mannamótin sem Markaðsstofur landshlutanna standa að en fjöldi gesta hefur aldrei verið meiri en nú. Gestirnir sem sækja Mannamót eru helst starfsmenn annara ferðaþjónustufyrirtækja og nýta sýnendur sér tækifærið sérstaklega til að kynna sig fyrir ferðasöluaðilum sem staðsettir eru á höfuðborgarsvæðinu.

Ferðaþjónustufyrirtæki af Reykjanesinu létu sig ekki vanta en að þessu sinni mættu eftirfarandi aðilar og sýndu hvað þau höfðu fram á að bjóða:


Beint streymi var frá Mannamótum á facebook síðu Markaðsstofa landshlutanna en þar var tekið stutt spjall við Jakob Sigurðsson hjá 4x4 Ævintýraferðir(á min 3:36).

 


Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík