Leita
Finnur þú það ekki? Prófaðu leitina :)

Námskeið um þróun áfangastaða

Opni háskólinn í HR stendur fyrir áhugaverðu námskeiði um þróun áfangastaða, miðvikudaginn 14. nóvember kl 9:00-17:00.

Kennari er Tracy S. Michaud. Tracy er aðstoðaprófessor á sviði ferðaþjónustu (e. Tourism & hospitality) við Háskólann í Southern Maine (USM) í Portland, Bandaríkjunum. Hún er með Phd gráðu í mannfræði og fornleifafræði frá Pittsburg háskóla, og mun kenna í meistaranáminu Stjórnun í ferðaþjónustu, innan Viðskiptadeildar HR. Tracy hefur tekið þátt í hagfræðilegri þróun og uppbyggingu samfélaga í dreifbýli með áherslu á ferðamennsku, iðnað sem dregur að 37 milljónir ferðamanna á ári þar sem íbúar eru ekki nema 1,3 milljónir. Í samstarfi við nemendur sína hefur hún unnið þróunaráætlanir fyrir fjöldann allan af sveitarfélögum í Maine fylki og hefur ferðast með nemendur sína til Íslands, enda sér hún margt sameiginlegt með Maine og Íslandi.

Námskeiðið ber heitið Þróun áfangastaða – Destination Development og má finna frekari upplýsingar um það inn á vef Opna háskólans: https://www.ru.is/opnihaskolinn/stjornun-og-stefnumotun/destination-development/destination-development.

Þátttakendur á þessu eins dags námskeiði tileinka sér tól og tæki sem nýtast þeim í samskiptum við hið opinbera, sveitarfélög eða nágranna þegar fjalla þarf um þarfir ferðamanna og heimamanna. Þeir læra hvernig best er að útskýra áhrif ferðamennsku á samfélagið og hvernig atvinnugreinin getur hvatt til sjálfbærni byggðarlaga ef gerð er áætlun um þróun áfangastaða.

Í lok námskeiðsins munu þátttakendur hafa: 

  • Fengið innsýn í hagnýtingu ferðamennsku bæði fyrir sig sjálfa, fyrirtæki sitt og nærsamfélag
  • Öðlast tæki sem auðveldar þeim að hafa stjórn á áhrifum ferðamennsku á sitt nærsamfélag
  • Öðlast þekkingu og hæfni til að nota nauðsynleg mælitæki til undirbúnings og stjórnunar á ferðamennsku í þeim tilgangi að auka sjálfbærni nærsamfélagsins. 

Reykjanes

Þéttbýliskjarnar

Reykjanesið er frekar láglent af náttúrunnar höndum og einkennist landlagið af hraunbreiðum og vogskorinni ströndu. Landslagið hefur haft áhrif á staðsetningu þéttbýla við sjávarsíðuna og mótað samfélag og sögu þess í gegnum aldirnar. Við hvetjum gesti til að kynna sér hvað svæðið hefur uppá að bjóða.

Map Garður Sandgerði Reykjanesbær Vogar Grindavík