Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ný herferð „Meet the Auroras“ - Kynning á vefnum 22. október

Nýtt kynningarmyndband fyrir áfangastaðinn Ísland mun líta dagsins ljós í vikunni en myndbandið er hluti af aðgerðum markaðsverkefnisins Ferðaþjónusta til framtíðar sem Íslandsstofa framkvæmir fyrir hönd íslenskrar ferðaþjónustu og fjármagnað er af íslenskum stjórnvöldum. Markmiðið er að styrkja ímynd Íslands sem áfangastaðar og viðhalda samkeppnisstöðu íslenskrar ferðaþjónustu.

Kynningarfundur um herferðina verður haldinn miðvikudaginn 22. október kl. 14:00 og fer fram rafrænt í gegnum Teams. Vinsamlegast skráið þátttöku á hnappnum hér fyrir neðan.

Skráning á fundinn