Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Opnir fundir um ferðamál á Reykjanesi

Opnir íbúafundir á vegum Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark verða í öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum.

Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark í samstarfi við sveitarfélög á Suðurnesjum boða til opinna funda um ferðamál á Reykjanesi.

Á fundinum verður starfsemi Markaðsstofu Reykjaness, Reykjanes UNESCO Global Geopark kynnt og stefna sveitarfélaganna í ferðamálum. Að loknum stuttum kynningum verður opnað fyrir fyrirspurnir og almennar umræður. Fundirnir verða sem hér segir.

Sandgerði
Mánudagur 5. febrúar kl. 17:15 í Vörðunni

Reykjanesbær
Mánudagur 5. febrúar kl. 20:00 í Bíósalnum í Duus Safnahúsum

Vogar
Miðvikudagur 7. febrúar kl. 12:05 í fundarsal bæjarstjórnar, Iðndal 2

Garður
Fimmtudagur 8. febrúar kl. 12:05 á Lighthouse Inn

Grindavík
Fimmtudagur 8. febrúar kl. 17:15 í Gjánni

Ætlunin er að ræða stöðu ferðaþjónustunnar á Reykjanesi sem og að skoða þau verkefni sem eru framundan í þessari vaxandi atvinnugrein. Fundirnir eru öllum opnir og eru íbúar sem ekki komast á fundi í sínum sveitarfélögum hvattir til að mæta á fundi á öðrum tíma í öðrum sveitarfélögum.