Reykjanes á Vestnorden
Vestnorden ferðakaupstefnan fór fram á Akureyri 30. september - 1. október.
04.10.2025
Í síðustu viku fór fram Vestnorden ferðakaupstefnan í 40. sinn á Akureyri þar sem um 550 þátttakendur komu saman víðsvegar frá úr heiminum til að kynna og fræðast um ferðaþjónustu frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum. Af þessum aðilum voru um 300 kaupendur sem bæði höfðu verið að selja Ísland áður og eins nýir kaupendur í leit að nýjum tækifærum.
Markaðsstofa Reykjaness tók þátt ásamt sex öflugum fyrirtækjum af svæðinu sem söluaðilar, með það að markmiði að kynna svæðið og selja þá þjónustu sem er í boði. Við kynntum Reykjanesið sem spennandi áfangastað framtíðarinnar – bæði náttúruna og þá fjölbreyttu þjónustu sem gestum stendur til boða.
Það var ánægjulegt að finna fyrir þeim áhuga sem var á svæðinu og voru fundarbækur full nýttar. Miðað við þá fundi sem fulltrúar Markaðsstofu Reykjaness áttu með kaupendum, þá er ljóst að jarðhræringarnar hafa aukið áhuga gesta á svæðinu og mikið leitað að þjónustu og stöðum til að uppfylla þessa eftirspurn. Þá kom einnig í ljós að allar vörur eða afþreyingar sem tengjast eldfjöllum hefur aukist mikið á síðustu árum í sölu hjá endursöluaðilum.
Þátttaka í þessum viðburðum er afar mikilvægur fyrir áfangastaðinn og mikilvægt að geta átt þessi samtöl við söluaðila bæði innlenda og erlenda, svo við getum áfram byggt upp öflugan og aðlaðandi áfangastað til framtíðar.