Hér getur þú fundið brot af því besta sem svæðið hefur upp á að bjóða yfir hátíðarnar. Hvort sem þú ert að leita að hugmyndum að fallegum jólagjöfum frá þjónustuaðilum á Reykjanesi, sérstökum hátíðartilboðum, opnunartíma verslana og veitingastaða eða góðri hugmynd að notalegri samverustund um jólin og áramótin.
Skoðaðu síðuna, fáðu innblástur og njóttu hátíðanna á Reykjanesi.
VIGT
VIGT býður upp á vandaðar og fallegar jólagjafir fyrir heimilið. Einnig er í boði gjafakort og gjafapakka sem hentar vel bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, svosem kertaljós sem fallegt er að láta fylgja með gjafakortsgjöfum.
VIGT er fjölskyldusamstarf móður og þriggja dætra, sem hefur framleitt vörur helgaðar heimilinu frá árinu 2013. Áherslur þeirra byggjast á einfaldleika, gæðum og réttsýni.
Höfuðstöðvar, vinnustofa og verslun fyrirtækisins eru staðsettar í gamla Hafnarvigtarhúsinu í Grindavík, sem hefur sérstaka merkingu fyrir fjölskylduna þar sem afi þeirra/tengdapabbi byggði húsið á sínum tíma. Þar voru fiskitrukkar áður fyrr vigtaðir, en í dag er húsið vettvangur hönnunar og framleiðslu. Í versluninni má finna vörulínu VIGT ásamt vöruvali sem samræmist áherslum fyrirtækisins.
Áhuginn á sköpun og fallegum hlutum hefur fylgt fjölskyldunni frá upphafi. Þær hafa vaxið upp í umhverfi innréttinga og mannvirkjagerðar í kringum fjölskyldufyrirtækið Grindina, sem hefur starfað síðan 1979.
Megnið af vörunum er framleitt á verkstæði fyrirtækisins í Grindavík. VIGT leggur ríka áherslu á vandað val á samstarfsaðilum, bæði innanlands og erlendis, og leitast við að vinna með framleiðendum sem leggja áherslu á mannúðlega framleiðslu og virðingu fyrir umhverfinu.
Hægt er að versla vörur frá VIGT hér.


Hótel Keflavík & KEF SPA
KEF býður upp á hátíðlegar upplifanir, góðan mat og notaleg augnablik í desember. Þau bjóða upp á gjafabréf á frábæru verði allan mánuðinn fáanleg hér, lifandi tónlist og jólamatseðlar á föstudögum og laugardögum, jólaball fyrir börnin 28. desember og slakandi þjónusta á KEF SPA sem er einnig opið milli hátíða. KEF hlakkar til að taka á móti gestum og fagna jólunum saman.
Hótel Keflavík býður upp á notalega dvöl við flugvöllinn með faglegri og hlýlegri þjónustu. Innifalið í dvöl er frítt wi-fi, aðgangur að líkamsrækt og bílageymsla í allt að þrjár vikur. Staðsetningin er einstaklega hentug, aðeins 5 mínútur frá Leifsstöð og 40 mínútur frá miðbæ Reykjavíkur, auk þess að hótelið hýsir eigið KEF Spa sem býður upp á afslöppun og vellíðan gegn gjaldi.
Á hótelinu er KEF, margrómaður veitingastaður sem hefur verið eftirsóttur bæði af heimamönnum og ferðamönnum. Þar er boðið upp á glæsilegan og nýuppgerðan sal, bar og bistro þar sem gestir geta notið fyrsta flokks a la carte matreiðslu með áherslu á ferskt hráefni úr íslenskri náttúru.
Starfsfólkið leggur metnað í persónulega þjónustu og af barnum er boðið upp á sérvalið vín, kokteila, íslenskan bjór og fjölbreytt úrval drykkja. Hinum rómuðu morgunverðarhlaðborði er haldið opnu daglega frá kl. 05:00 til 10:00 og talist það eitt það besta á landinu.
KEF býður velkomna hótelgesti jafnt sem gesti utan frá, hvort sem um er að ræða rólegan morgun, kvöldverð, drykki eða einkaviðburð.
Hér getur þú nálgast frekari upplýsingar um KEF Restaurant.
Hér getur þú nálgast frekari upplýsingar um KEF SPA.
Opnunartímar KEF SPA & Fitness yfir hátíðirnar:
Jólabað
Jóladag: Opið kl. 12:00-19:00
Annar í jólum: Opið kl. 12:00–19:00
og 28. desember: Hefðbundnir opnunartímar, kl. 10:00–21:00
Nýársbað
Nýársdag: Opið kl. 12:00–19:00
2. janúar: Opið kl. 12:00–21:00
3. og 4. janúar: Hefðbundnir opnunartímar, kl. 10:00–21:00

Konvin Hotel
Gefðu lengra frí að gjöf – á Konvin Hotel! Tilvalin gjöf fyrir Íslendinga á faraldsfæti. Konvin Hotel er notalegt hótel rétt við Keflavíkurflugvöll, með rúmgóð og þægileg herbergi. Hótelið býður upp á ókeypis bílastæði og flugrútu, svo það sparast bæði tími og kostnaður, – og stressið fyrir morgunflugið hverfur!
Dvöl á Konvin Hótelinu gerir þér kleift að slaka á í upphafi eða lok ferðar þinnar. Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð. Frábær veitingastaður og þægilegt andrúmsloft heilt yfir og þá sérstaklega í setustofu hótelsins. Minnstu herbergin eru 33 fm og eru þau búin öllum helstu þægindum.
Á Take Off Bistro er vinalegt andrúmsloft. Það er boðið uppá dýrindis hamborgara, steikur, fiskrétti og salöt. Gleðistund alla daga milli 18:00-19:00
Take Off Bistro er staðsettur í hjarta anddyrsins og er tilvalinn staður til að slaka á í góðra vinahópi og njóta úrval drykkja sem barinn býður upp á. Barinn er opinn alla daga milli 11:00-01:00
Hér getur þú nálgast gjafabréf frá Konvin Hotel.

Park Inn by Radisson & Library Bistro/Bar
Opnunartími yfir jól og áramót 2025
24. desember
Eldhús: 18:00 - 20:00
Bar: 18:00 - 22:00
25. desember
Eldhús: 18:00 - 20:00
Bar: 18:00 - 22:00
31. desember
Eldhús: 18:00 - 20:00
Bar: 18:00 - 22:00
1. janúar
Eldhús: 18:00 - 20:00
Bar: 18:00 - 22:00
Christmas & New Year Opening Hours 2025
24. December
Kitchen: 6:00 PM - 8:00 PM
Bar: 6:00 PM - 10:00 PM
25. December
Kitchen: 6:00 PM - 8:00 PM
Bar: 6:00 PM - 10:00 PM
31. December
Kitchen: 6:00 PM - 8:00 PM
Bar: 6:00 PM - 10:00 PM
1. January
Kitchen: 6:00 PM - 8:00 PM
Bar: 6:00 PM - 10:00 PM
The Hotel will be open 24/7 over Christmas and New Year's.

Duus Handverk
