Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Erlendir ferðamenn á Íslandi - niðurstöður könnunar

Gestum á Reykjanesi fækkar milli ára en dvalartími lengist
Karlinn á Reykjanesi er vinsælt myndefni meðal gesta. Mynd: Þráinn Kolbeinsson
Karlinn á Reykjanesi er vinsælt myndefni meðal gesta. Mynd: Þráinn Kolbeinsson

Ferðamálastofa birti í gær niðurstöður úr könnun meðal erlendra ferðamanna fyrir tímabilið maí til desember 2022.

Í niðurstöðum er farið yfir samsetningu svarenda, atriði sem hafa áhrif á Íslandsferðina og ákvörðunarferlið, dvalarlengd, dreifingu, ferðamáta, afþreyingu og ekki síst álit þeirr á ýmsum þáttum á ferðalagi þeirra um landið.

Í samantektinn kemur fram að flestir gesta sem koma til landsins eru að koma frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi. Helsta ástæða komunnar er að njóta náttúrunnar í fríi. Yfir helmingur svarenda tók ákvörðun um ferðina innan árs frá komunni til landins.

Meðaldvalarlengd svarenda á landinu var 7,6 nætur á þessu tímabili. Flestir heimsóttu höfuðborgarsvæðið (91%) og gistu þar að jafnaði 3,3 nætur. Tveir af hverjum þremur heimsóttu Reykjanesið (66%) sem er fækkun fá árinu áður þegar um 75% heimsóttu svæðið á sama tíma en meðaldvalarlengd jókst úr 0,7 gistináttum (2021) í að jafnaði 1,8 nætur (2022).

Í stuttri samantekt sem hér fylgir eru niðurstöður fyrir alla svarendur settar fram með myndrænum hætti og í töflum.*

Til samanburðar er hægt að vinna hér skýrslu frá árinu 2021 fyrir sama tímabil.