Fara í efni

Krýsuvíkurkirkja fær heiðursverðlaun

Eftir að Krýsuvíkurkirkja brann í byrjun árs árið 2010 var stofnað vinafélag krýsuvíkurkirkju með áform um að endurbyggja kirkjuna.

Þegar krýsuvíkurkirkja brann var hún í eigu Þjóðminjasafnsins sem gaf vinafélaginu tryggingarféð sem það fékk úr kirkjubrunanum. Vinafélagið samdi svo við Tækniskólann til að koma að endurbyggingu kirkjunnar. Nemendur og kennarar gáfu vinnuframlag sitt og nýttu verkefnið til að veita innsýn og þjálfun á vinnuaðferðum sem voru algeng á 19. öld. Fyrir brunan árið 2003 gerði Þjóðminjasafnið úttekt á kirkjunni og mældu, mynduðu og skráðu niður upplýsingar um kirkjuna. Þessar mælingar komu sér vel og gerðu endursmíði kirkjunnar mögulega, en endursmíðin tóku samtals 10 ár.

Snyrtileikinn er árlegur viðburður hjá Hafnafjarðabæ sem veitir viðurkenningar fyrir fallegasta garðinn, fallegustu götuna og snyrtilegustu stofnanalóðina eða atvinnusvæðið. Í ár fékk Krýsuvíkurkirkja heiðursverðlaun Snyrtileikanns, en endurbyggða kirkjan var sett á sinn upprunalega stað í október 2020.

Hægt er að finna meiri upplýsingar um kirkjuna á vefsíðunni okkar hér.

 

Heimildir:

https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/endursmidi-krysuvikurkirkju-fagnad

https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/frettir/snyrtileikinn-heidradur-krysuvikurkirkja-faer-heidursverdlaunin-2021

https://hafnfirdingur.is/snyrtileikinn-mikilvaeg-hvatning/