Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Vel sóttur fundur um fagmennsku í ferðaþjónustu

Vel var mætt í Hljómahöll á opinn fund Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) og Markaðsstofu Reykjaness á dögunum. Á fundunum, sem bar yfirskriftina, Fagmennska og gæði í ferðaþjónustu á Reykjanesi, var sjónum beint að leiðum til þess að auka hæfni, gæði og arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu, með sérstaka áherslu á mikilvægi góðrar þjálfunar starfsfólks.

Á fundinum komu fram fjölbreytt sjónarmið ferðaþjónstunnar á Reykjanesi en erindi héldu: Jóhannes Þór Skúlason, Samtök ferðaþjónustunnar, Margrét Wendt og Valdís Steingrímsdóttir, Hæfnisetur ferðaþjónustunnar, Fanney Þórisdóttir, fræðslustjóri hjá Bláa Lóninu og Unnur Katrín Valdimarsdóttir, ferðaþjónustubóndi í Nátthaga í Suðurnesjabæ. Auk þess voru pallborðsumræður þar sem Sævar Sævarsson frá Blue Car rental, Hilmar S. Sigurðsson, frá Bryggjan Café og Rebekka Gísladóttir frá Courtyard Marriott miðluðu af sinni reynslu og mynduðust góðar umræður í kjölfarið.

Álíka fundir hafa verið haldnir um land allt og vel hefur tekist til.

Upptöku frá fundinum má sjá hér að ofan.