Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Náttúrulegir baðstaðir

Fátt er notalegra en að slaka á í heitri laug úti í náttúrunni. Ísland er ríkt af náttúrulaugum af ýmsum stærðum og gerðum og þær fyrirfinnast um allt land. 

Bláa lónið
Bláa Lónið var stofn að árið 1992. Sérstaða þess er jarðsjórinn sem er að tveimur þriðju hlutum saltvatn og einum þriðja hluta ferskvatn. Hann finnst á allt að 2000 metra dýpi og er leiddur með lögn frá uppsprettunni að lóninu þar sem gestir geta notið hans og slakað á. Hann er ríkur af steinefnum, kísli og þörungum sem er grunnurinn í öllum húðvörum Bláa Lónsins. National Geographic hefur valið Bláa Lónið sem eitt af 25 undrum veraldar. Bláa Lónið hefur þróast í að vera upplifunarfyrirtæki sem byggir á spa, rannsóknum og þróun, húðvörum, hótelum og veitingum.
The Retreat Spa
The Retreat Spa, sem er byggt inn í 800 ár gamalt hraunrennsli á suðurbakka Bláa Lónsins, er táknmynd hins harmóníska samruna náttúru, hönnunar og kraftanna sem leynast í jarðsjó lónsins. Ferðalagið gegnum heilsulindina var hugsað og skapað til að flytja hug þinn og líkama inn í nýjar víddir friðsældar og endurnæringar, enda liggur það gegnum eldvirkan heim dýrmæts jarðvarma, töfrandi jarðfræði og heillandi konsepthönnunar.  Þú leggur leið þína æ dýpra gegnum mögnuð mót hraunrennslis sem felur í sér endalausa möguleika og nær hápunkti með Ritúali Bláa Lónsins –hressandi hringrás vellíðunar þar sem þú upplifir á eigin skinni hin ummyndandi frumefni Bláa Lónsins: kísil, þörunga, steinefni og hraun.

Aðrir (2)

Absorb Iceland Rósarimi 1 112 Reykjavík 695-5566
destination blue lagoon Norðurljósavegur 9 240 Grindavík 420-8800