Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Blogg

Krýsuvíkurleið lokuð frá 27. - 30. mars 2022

Frá og með 27. mars næstkomandi og til 30. mars munu tökur fara fram við Kleifarvatn á vegum Truenorth. Til þess að tryggja öryggi á tökustað verður lokað fyrir umferð um Krísuvíkurveg. Vegurinn verður lokaður á eftirfarandi hátt: Að norðan: Sunnanmegin við Vigdísarvallaleið. Að sunnan: Norðanmegin við Seltún. Meðfylgjandi kort sýnir hvar vegtálmar verða reistir en starfsfólk Truenorth verður staðsett við hvern tálma.

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna snúa aftur!

Viðburðurinn er sá fjölmennasti í íslenskri ferðaþjónustu og hefur skipað sér sess sem einn sá allra mikilvægasti í íslenskri ferðaþjónustu. Á viðburðinum verða um 250 fyrirtæki með bás þar sem fulltrúar þeirra kynna starfsemina. Gert er ráð fyrir allt að 800 gestum, enda hefur viðburðurinn sannað sig sem einn sá allra mikilvægasti í íslenskri ferðaþjónustu á undanförum árum. Enginn aðgangseyrir er fyrir gesti sem mæta á viðburðinn.

Lausnamótið Hacking Reykjanes haldið í mars

Lausnamótið Hacking Reykjanes verður haldið 17.-19. mars n.k.

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu - hvar á að byrja?

Næsta námskeið fyrir frumkvöðla með hugmynd á fyrstu stigum í ferðaþjónustu fer fram 11. og 17. febrúar.

Mannamót Markaðsstofa landshlutanna frestað

Í ljósi aðstæðna og vegna breytinga á sóttvarnarreglum hefur verið ákveðið að fresta Mannamóti Markaðsstofa landshlutanna til 24. mars 2022.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Ratsjána fyrir árið 2022

Ratsjáin // Masterclass // 8.vikna þjálfunar og leiðtogaprógramm fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu og tengdum greinum
Yfirlitsmynd yfir gosstöðvarnar í júní s.l.

Aukin skjálftavirkni við gosstöðvar í Fagradalsfjalli

Vegna aukinnar skjálftavirki í og við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli hafa Almannavarnir og Lögreglustjórinn á Suðurnesjum gefið út tilkynningar um virkjun SMS-skilaboða til þeirra sem eru á svæðinu.
Mynd: Þuríður Aradóttir Braun hjá Markaðsstofu Reykjaness og Pétur Óskarsson handsala samninginn

Samstarf Íslandsstofu og Markaðsstofa um markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi

Íslandsstofa og Markaðsstofur landshlutanna hafa skrifað undir samninga um samvinnu við erlenda markaðssetningu á Íslandi sem áfangastað. Íslandsstofa og Markaðsstofurnar hafa unnið náið saman um árabil en nú hefur samstarfið verið formgert í samræmi við skilgreint hlutverk nýrra áfangastaðastofa sem Markaðsstofurnar sinna í sínum landshlutum.
Fulltrúar Reykjanes jarðvangs; Berglind Kristinsdóttir, Daníel Einarsson og Þuríður Aradóttir Braun,…

Reykjanes jarðvangur hlýtur Erasmus+ styrk

Landskrifstofa Erasmus+ úthlutaði í október 14 metnaðarfullum verkefnum styrki fyrir nýtt tímabil í Erasmus+. Þar var Reykjanes jarðvangi úthlutað styrk á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla uppá rúmar 320 þús. Evrur, fyrir verkefnið Upcycling as a way to generate less waste and create value-added products in a creative way.

Poppmenning: skapandi afl í ferðaþjónustu?

Rannsóknamiðstöð ferðamála býður til rafræns kynningarfundar fimmtudaginn 25. nóvember þar sem farið verður yfir hinar ýmsu hliðar poppmenningar ferðaþjónustu.

Frumkvöðlar í ferðaþjónustu - hvar á að byrja?

Námskeið fyrir frumkvöðla með hugmynd á fyrstu stigum í ferðaþjónustu - ATH. Skráningarhlekkur hefur verið uppfærður!

Bláa Lónið besta heita laug heims

Bláa lónið er fal­leg­asta heita laug­in að mati rann­sókna­fyr­ir­tæk­is­ins QS Supp­lies. Bláa lónið fékk ein­kunn­ina 6,79 af 10 mögu­leg­um en þar var meðal ann­ars litið til gæða laug­anna, aðstöðunn­ar í kring og veðráttu.