Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Aðventutónar Mozart við kertaljós

4. desember kl. 19:30-20:30

Upplýsingar um verð

Miðaverð er 2.500.- frítt fyrir börn 18 ára og yngri.
Tónlistarhópurinn Camerartica hefur leikið ljúfa tónlist eftir Mozart í þrjátíu og eitt ár og er tilvalið í upphafi aðventu að koma inn í kyrrðina og kertaljósin í rökkrinu.
Hópinn skipa að þessu sinni þau Ármann Helgason klarinettuleikari, Hildigunnur Halldórsdóttir og Bryndís Pálsdóttir fiðluleikarar, Svava Bernharðsdóttir og Guðrún Þórarinsdóttir víóluleikarar og Sigurður Haldórsson sellóleikari.

Á dagskránni eru glæsileg verk eftir Mozart en það eru Kvartett fyrir klarinettu og strengi í B Dúr kv. 378 og Kvintett fyrir strengi í B Dúr kv. 174.
Að venju lýkur tónleikunum á því að Camerarctica leikur jólasálminn góða,” Í dag er glatt í döprum hjörtum” eftir Mozart.
Tónleikarnir eru um klukkustundarlangir.
 
Miðaverð er 2.500.- frítt fyrir börn 18 ára og yngri.
Miðasala við innganginn.
 
Kakó og piparkökur í Hvalsnesbænum eftir tónleika.

GPS punktar

N63° 59' 23.606" W22° 44' 9.020"

Staðsetning

Hvalsneskirkja, Suðurnesjabær, Southern Peninsula, 246, Iceland