Fara í efni

Hlýleg jólavinnustofa og sögustund með Sylwiu og Höllu Karen

3. desember kl. 13:00-15:00

Upplýsingar um verð

Ókeypis

Leik- og brúðugerðarkonan Sylwia Zajkowska tekur vel á móti öllum í hlýlega jólavinnustofu fyrir fjölskyldur sunnudaginn 3. og 10. desember frá klukkan 13-15 í Bíósal Duus Safnahúsa. Þar ætlar hún að aðstoða börn við að búa til handgert jólatrésskraut m.a. úr íslenskri ull. Sylwia hefur mikla reynslu á ýmsum skapandi sviðum, svo sem úr leikhúsi, í leikbrúðugerð og handverki. Halla Karen, sem margir þekkja úr notalegum sögustundum á Bókasafninu og nú síðast sem Bambalínu drottningu sem kann allt …, les söguna um Sætabrauðsdrenginn kl. 13 og í kjölfarið tekur jólaföndur með Sylwiu við, þar sem m.a. verður hægt að sauma út sætabrauðsdrenginn ásamt ýmsu fleiru. Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur er ókeypis.

GPS punktar

N64° 0' 28.424" W22° 33' 27.526"

Staðsetning

Duusgata 2 - 8, Keflavík, Reykjanesbær, Southern Peninsula, 230, Iceland

Sími