Upplýsingar um verð
Frítt
Velkomin á hugljúfa jólakvöldstund á Bókasafni Suðurnesjabæjar miðvikudaginn 17. desember kl. 20:00.
Inn með gleði & frið er styrk af Menningarsjóði Suðurnesjabæjar.
5 tónlistarmenn flytja hugljúfa jólatóna og Sigurlaug Bjarney les upp úr nýrri ljóðabók sinni.
Þetta er þriðja árið sem tónleikarnir Inn með gleði & frið eru haldnir á Bókasafni Suðurnesjabæjar.
Konfekt, gos og kaffi er í boði fyrir gesti og aðgangur er ókeypis.