Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Embætti landlæknis hefur gefið út tilmæli um sóttvarnir vegna COVID-19 við gosstöðvarnar á Reykjanesi.

 
  1. Þeir sem eru í sóttkví mega ekki vera á svæðinu.
  2. Ekki fara á af stað ef minnsti grunur er um sýkingu af völdum COVID-19 (Einkenni: Kvef, hósti, hiti, höfuðverkur, beinverkir, þreyta, kviðverkir, niðurgangur o.fl.).
  3. Hafið handspritt meðferðis og grímur (3–4 stk).
  4. Varist hópamyndanir og virðið 2ja metra nándarmörk.
  5. Setjið upp grímu ef ekki er hægt að halda 2ja metra nándarmörk svo sem við kaðal á gönguleiðinni.
  6. Sprittið hendur til öryggis fyrir og eftir snertingu við kaðal á gönguleiðinni eða snertingu við annan sameiginlegan búnað.

Heimild: Embætti landlæknis