Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjölmennur vetrarfundur ferðaþjónustunnar á Reykjanesi

Um 70 manns sátu Vetrarfund ferðaþjónustunnar á Reykjanesi sem að fram fór í Hljómahöll 2. mars sl.
Frá vetrarfundi ferðaþjónustunnar 2016
Frá vetrarfundi ferðaþjónustunnar 2016

Um 70 manns sátu Vetrarfund ferðaþjónustunnar á Reykjanesi sem Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes UNESCO Global Geopark stóðu að í Hljómahöll 2. mars sl. Á dagskrá fundarins voru fjögur erindi um markaðs- og ferðamál.

Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, fór yfir nýja markaðsherferð Íslandsstofu á árinu 2016 þar sem lögð er áhersla á ábyrga ferðahegðun. En ný herferð Ísland-allt árið var hrint af stað í lok febrúar undir heitinu The Academy. Hægt er að skoða myndbönd herferðarinnar hér

Sváfnir Sigurðarson og Kristján Hjálmarsson frá H:N markaðssamskiptum fluttu hvetjandi erindi sem þeir nefndu „Reykjanes  - Við höfum góða sögu að segja“. Kynntu þeir herferð sem fyrirtæki og sveitarfélög á Reykjanesi eru að hefja og sögðu þeir fundargestum frá því markaðefni sem búast má við að sjáist á næstunni á þeirra vegum.

Eggert Sólberg Jónsson, forstöðumaður Reykjanes Geopark og Þuríður H. Aradóttir, forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness fóru yfir það helsta sem framundan er í uppbyggingu og markassetningu ferðaþjónustunnar á svæðinu á árinu 2016.

Ævintýrakonan og markaðsstjórinn Vilborg Arna Gissurardóttir sagði frá ævintýrum sínum erlendis á liðnum árum og raunvirði þeirra.

Undir lok fundar var Listahátíðininni Ferskum vindum í Garði afhent Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2016 og Reyni Sveinssyni leiðsögumanni og ljósmyndara úr Sandgerði Þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi 2016. Verðlaunin voru afhent í fyrsta sinn í ár og er stefnt að því að veita þau árlega héðan í frá.