Sex bónorð á dag í Bláa Lóninu - Huffington Post í heimsókn á Reykjanesi
Reykjanesið er sérstaklega tekið fyrir í nýrri grein sem birtist á vef fjölmiðlarisans Huffington Post. Í greininni er spjallað við Suðurnesjamanninn Atla Sigurð Kristjánsson markaðsstjóra Bláa Lónsins auk þess sem forsetafrúin Eliza Reid ræðir um sundlaugarmenningu Íslendinga.