Fréttir
Framtíðarsýn í ferðamálum á Reykjanesi
Áfangastaðaáætlun Reykjaness 2018-2021 hefur verið gerð opinber en hún er unnin samkvæmt stefnu stjórnvalda um þróun ferðamála á landsvísu. Með skýrslunni eru lögð drög að frekari þróun í ferðamálum á svæðinu en skýrslan er sú fyrsta sem sérstaklega hefur verið unnin fyrir ferðaþjónustu á svæðinu.