Fréttir
Mikilvægt að ríki og landshlutar tali saman
Suðurnesjafólk mætti á fyrstu ráðstefnuna um stefnu ríkisins í landshlutum.
Öll met slegin á Mannamóti markaðsstofanna
Öll met voru slegin á frábærum degi í Kórnum í Kópavogi þar sem 800 gestir ráku inn nefið og kynntu sér ferðaþjónustu á landsbyggðinni hjá 270 sýnendum. Aukningin sem nemur um 30% frá því í fyrra.
Base hotel fær fræðslustjóra að láni
Undirritaður hefur verið samningur um verkefnið Fræðslustjóri að láni við Base Hótel, Reykjanesbæ. Verkefnið felur í sér að sjóðirnir leggja til „Fræðslustjóra að láni,“ fræðslu- og mannauðsráðgjafa, sem greinir fræðsluþarfir fyrirtækisins og semur fræðsluáætlun byggða á greiningunni.
Atvinnutekjur jukust um 39% á Suðurnesjum milli 2008 og 2017
Heildaratvinnutekjur á Suðurnesjum hækkuðu um 39% á milli áranna 2008 og 2017. Þetta kemur fram í skýrslu Byggðarstofnunar um atvinnutekjur eftir landshlutum og atvinnugreinum á þessu tímabili.
Tæplega tíu milljónir fara um Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Uppfærðar tölur um farþegafjölda í nóvember og desember benda til að heildarfjöldinn um Keflavíkurflugvöll árið 2018 verði 9,8 milljónir farþega.
Farþegaspá fyrir 2019 tilbúin þegar gögn berast um áform Icelandair og Wow Air.